Alþýðublaðið - 11.11.1964, Side 4

Alþýðublaðið - 11.11.1964, Side 4
Ný lög um hafna- geröir væntanleg Iieykjavík 10. nóv. EG. EMIL Jónsson, sjávarútvegs- Kiálaráðherra, (A) skýrði frá því i uniræðum á Alþingi í dag, að þess inundi ekki langt að bíöa, 'að nýtt frumvarp til laga um hafnar (gerðfiiD yrði Iagt fyrir Alþingi. Emil skýrði frá þéssu við umræður um frumvarp nokkurra Fram sóknarmanna um hækkað fram- lag ríkisins til hafnargerða. Gísli Guðmundsson (F) mælti fytÍí ft;nmvarpi 'jem iVfinnj og nokkrir Framsóknarmenn aðrir fiytja og gerir ráð fyrir að fram- lag hins opinbera til hafnargerða TEKUR SÆTI Á ALÞINGI Reykjavík, 10. nóv. EG. Pétur Pétursson (A) fyrsti vara maður Alþýðuflokksins í Vestur landskjördæmi tók sæti á Alþingi í dag. Pétur kemur í stað Bene íiikts Gröndal, sem verður fjar Verandi um skeið. verði hækkað verulega. Sagði Gísli, að árið 1961 hefði verið samið frumvarp til nýrra laga um þessi mál, en það hefði ekki verið lagt fyrir Alþingi. Emil Jónsson, sjávarútvegsmála ráðherra (A) kvað þetta rétt vera að nefnd hefði tskilað frumvarpi um málið 1961. Emil sagði hins- vegar að málið væri enn í athugun hjá ráðuneytinu og ýmsum aðilum öðrum, er málið snerti, en þess yrði ekki langt 'að bíða að það kæmi til kasta Alþingis. Síðan rakti ráðherra þessi mál nokkru nánar og benti á að eins og nú sé háttað eigi ríkið 'að greiða 40% af hafnarframkvæmdum en sveitar félögin 60%. Sagði hann að mjög misjaf^lí væri Sfvernig sjveitair- félögin gætu uppfyllt þetta skil yrði. Sumsstaðar væri ástandið allgott, en annarsstaðar gætu isveitarfélögin lítið sem ekkert lagt af mörkum, og á mörgum þeim stöðum, sem þannig væri ástatt um væri þörfin á hafnar- mannvirkjum ekkert síðri en ann arsstaðar. Þá benti Emil á, að sumar gerð ir hafnarmannvirkja, eins og til dæmis viðlegupláss gefa fljótlega af sér tekjur, en önnur mannvirki eða framkvæmdir, eins og til dæmis brimbrjótar eða dýpkun gæfu aldrei af sér beinar tekjur. Emil gat þess að framlög iríkis sjóðs til hafna hefðu orðið nokk uð aftur úr áætlun undanfarið, en nú væri ætlunin að bæta úr því, þar eð í fjárlögum væri gert ráð fyrir að nota 20 milljónir króna af tekjuafgangi síðasta árs til að greiðslu á ógreiddum eftir- stöðvum af hálfu ríkissjóðs. Um frumvarp framsóknarmanna, sagði ráðherrann, að sér sýndist það fremur hugsað sem bráðabirgðar lausn, og væri rétt iað afgreiða það í sambandi við nýtt frumvarp til laga um hafnar^ajrðir, sem væntanlega yrði lagt fyrir þetta þing. PÉTUR PÉTURSSON Stjórn BSRB hefur kosiö í kjararáð STJÓRN B.S.R.B. hefur kosið eftirtalda menn í Kjararáð til tveggja ára: Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson, Ingu Jóhannes- dóttur, Teit þorleifsson og Þóri Einarsson. Varamenn voru kosnir: Anna Loftsdóttir, Björn Bjarm an, Jón Kárason, Páll Hafstað, og Valdimar Ólafsson. Rjararáð hefur þegar óskað eftir tillögum bandalagsfélaganna um breytingar á núgildandi kjara samningi fyrir 7. des. n.k. Þar sem Kjararáði ber lögum samkvæmt að semja um launa- /kjör a’P.ra ríkibstarflmanna, er þeim ríkisstarfsmönnum, sem ekki eru í B.S.R.B. bent á, að unnt er að koma tillögum á framfæri við skrifstofu B.S.R.B., SIÐASTA S LDARSKYRSLAN Akurey RE. 16.475 Arnarnes GK. 13692 Arnfirðingur RE. 24.503 Ásbjörn RE. 30.575 Auðunn GK. 9.5Æ6 Eskifjörður Afgreiðsla Alþýðublaðsins er í Bóksölunni, Eskifirði. Bára SU. 4.950 Bjarmi II. EA. 43.656 Björgvin EA. 24.076 Elliði GK. 23.286 Engey RE. 26.599 Freyfaxi KE. 6.447 Garðar GK. 13.808 Guðmundur Péturs. ÍS. 23.254 Guðmundur Þórðarson RE. 22.643 Guðrún Þorkelsdóttir SU. 11.734 Gullberg NS. 33.017 Hafþór NK. 14.769 Hafrún ÍS. 29.675 Hannes Hafstein EA. 42.022 Heimir SU. 18.351 Helga Guðmundsdóttir BA. 38.974 ísleifur IV. VE. 20642 1 Jón Kjartansson SU. 50.478 Jörundur III. RE. 39.567 Náttfari ÞH. 28.054 Ólafur Friðbertsson ÍS. 28.793 Rifsnes RE. 19.601 Sigfús Bergmann GK. 11.626 Siglfirðingur SI. 22.175 Sigurður Jónsson SU. 22.368 Sigurvon RE. 30.684 Snæfell EA. 44.430 Snæfugl SU. (18.177 Sólrún ÍS. 20.728 Steingrímur trölli SU. 18.381 Súlan EA. 30.969 Sunnutindur SU. 16.987 Vattarnes SU. 22.151 Þorbjörn II. GK. 31.223 Þórður Jónasson RE. 42.601 Þráinn NK. 16.674 4 11. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ NÝTT JÓLAKORT ÁSGRIMSSAFNS JÓLAKORT Ásgrímssafns þetta ár ©r geft eftir eldgosmynd í safninu. Heitir myndin, Á flótta undan eldgosi, og sýnir á áhrifa ríkan hátt ógnir eldsumbrota er menn og skepnur flýija frá. Þetta nýprentaða kort er í sömu stærð og hin fyrri litkort safnsins, með íslenzkum, enskum og dönsk um texta á bakhlið, ásamt mynd af Ásgrími Jónssyni. Ásgrímssafn hefur þann hátt á að gefa aðeins út eitt litkort á ári en vanda því betur til prentunar þess. Myndamót er gert í Prent mót h.f., en Víkingsprent hefur annast prentun. Einnig hefir safnið gert það a3 venju sinni, að byrja snemma sölu jólakortanna, til hægðarauka fyrip þá sem langt þurfa að senda jóla- og nýárskveðju. Er Ásgrímur var fallinn frá, fundust í húsi hans gömul olíu- málverk, sem gera verður við og hreinsa. AUlur ágóði af kortaút- gáfunni gengur til þessa verks, ea • Framh. á 13. síðu. JÓHANN HAFSTEIN dómsmálaráðherra (S) 'mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um hreppstjóra. Ráðherra rakti þær breytingar sem lögin gera ráð fyri og fór nokkrum orðum um sögulega hlið þessara mála og hlutverk lireppstjóra. Hann gat þess, að í launa- málum hefðu hreppstjórar dregizt mjög aftur úr undanfarið og væri frumvarpinu m.a. ætlað að leiðrétta það. Ólafur Jóhannesson (F) kvaðst fagna því að þetta frumvarp væri framkomið því vantað hefði ýtarlega löggjöf um hreppstjóra og störf þeirra. Kvaðst hann þó hafa vonað, að þetta frumvarp yrði nokkru fyllra og ýtarlegra en raun bæri vitni. Dómsmálaráðherra mælti einnig fyrir tveim frumvörpum öðr« urn, sem eru beinar afleiðingar þess frumvarps sem liér um ræðir. Frumvörpunum var öllum vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Síldarverksmiðj- ur ríkisins var afgreitt frá neðri deild í dag og fer nú til efri deildar. Guðlaugur Gíslason (S) mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um leng- ingu orlofs við 2. umræðu í neðri deild í dag. Heilbrigöis og félags- málanefnd leggur einróma til, að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Þetta frumvarp tr flutt scm afleiðing af samkomulaginu, sem gert var í júní í vor. Ágúst Þorvaldsson (F) mælti í dag fyrir frumvarpi, sem liann flytur ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum um breytingar á jarð- ræktarlögunum. Framsóknarmenn hafa áður flutt svipuð frumvörp, en þau ekki náð fram að ganga. Ingólfur Jónsson (S) landbúnaðarmálaráðherra, rakti nokkuð þróun þessara mála og benti Framsóknarmönnum m.a. á, að nýtt jarðræktarlagafrumvarp mundi verða lagt fyrir þetta þing eins og áður hefði veriö ákveðið. Þá gat ráðherra einnig um þær miklu liagsbætur sem bændur hefðu fengið er samkomulag varð um verð laudbúnaöarafurða nú í haust. Málinu var að því búnu vísaö til 2. umræðu og nefndar. Matthías Bjarnason (S) og fleiri hafa flutt þingsályktunartillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnma að skipa fimm manna nefnd til að athuga möguleika á því, að síld, sem lögð er í síldarverksmiðjur til bræðslu verði keypt eftir vigt. Oddur Andrésson (S) o. fl. hafa flutt þingsályktunarlillögu þar sem skorað cr á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta reglu lcgt Alþingi frumvarp til laga um stuðn'ing við kerfisbundna rækt- un skjólbelta í landinu. Einar Olgeirsson (K) og Geir Gunnarsson (K) hafa lagt fram frumvarp til laga um aðstoð ríkisins við rekstur og byggingu al- mennra barnaheimila og um fóstruskóla. Ragnar Arnalds (K) hefur lagt fram svohljóðandi fyrirspurn til utanríkisráðherra: 1. Hver cr afstaða ríkisstjórnarinnar til fyrirhugaðs kjarnorku- flota Atlantshafsbandalagsins (MLF Multilateral Force). 2. Ilvernig hyggst ríkisstjórnin beita atkvæði íslands á ráðherra fundi NATO, ef áformin um kjarnorkuflota Atlantshafsbandalagsins vcrða borin undir atkvæði? Ásgeir Bjarnason (F) ber fram svoliljóðandi fyrirspurn til heil- brigðismálaráðherra: Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til þess að öll lög- ákveðin læknishéruð landsins verði skipuð héraðslæknum?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.