Alþýðublaðið - 13.11.1964, Side 9
ð aftrar samvinnu
'aflokkar Svíþjóðar
ar, yrði að tryggja hæfileg elli-
laun, en ekki var minnzt einu
orði á það, hvernig afla ætti elli-
launasjóðunum tekna. Þetta
verður að telja vísvitandi tilraun
til að koma til móts við hugsan-
iega þátttakendur á borgaralegu
samstarfi.
.Baráttan gegn ATP var hug-
mynd Hecksehers og hann varð
að standa fyrir máli sínu á flokks
fundinum. Þótt þlaðafregnir af
fundinum gefi í skyn, að allt hafi
farið fram með friði og spekt, er
vitað, að Heckscher sætti harðri
gagnrýni fyrir ráðríki sitt í þessu
máli. Hann ákvað stefnu flokksins
í ATP-málinu án þess að ráðfær-
ast við aðra en nánustu samstarfs
menn sína.
Hægri flokkurinn byggir kröfu
sína á algeru borgaralegu sam-
Starfi með þeirri röksemd, að sam
vinna tveggja flokka eins og Mið-
flokksins og Þjóðarflokksins í
Medborgerlig Samling nægi ekki
til þess, að borgaralegur meiri-
hluti fáist á þingi. Til að leggja
hart að hinum borgaraflokkunum,
bendir Hægri flokkurinn á fylgis-
aukningu kommúnista í kosning-
unum, er tákni frekari „vinstri
sveiflu” í stjórnmálum — eins og
það er orðað í tilkynningu frá
flokksráði Hægri flokksins.
OHLIN: — óttast hægri menn.
★ ÓRAUNHÆFT.
Þótt Hægri flokkurinn reyni að
koma til móts við hina borga'ra-
flokkana, er ágreiningurinn enn
svo mikill á mörgum sviðum, að
alger samvinna borgaraflokkanna
hlýtur að virðast með öllu óraun-
hæf. Þetta á t. d. við um stefnuna
í málefnum dreifbýlisins, en Jafn
aðarmannaflokkurinn hefur reynt
að örva atvinnuvegina í héruðum
í Norður- og Vestur-Svíþjóð, sem
standa höllum fæti, með því að
flytja þangað fjármagn.
Miðflokkurinn hefur lýst yfir
stuðningi sínum við þessa stefnu
en Hægri flokkurinn kallar þetta
lið í heimskulegri „sósíaliseririgu”
stjórnarinnar. Þjóðarflokkurinn
veit ekki með vissu hvaða skoðun
hann hefur í þessu máli, en reynir
að þræða meðalveginn.
Mikilvægari er ugglaust sú van
trú, sem ríkir í Miðflokknum og
Þjóðarflokknum á samstarfi við
Hægri flokkinn. Það er útbreidd
skoðun í báðum flokkum, að líta
verði á kosningaósigur Hægri
flokksins sem merki þess, að
stefna Hægri flokksins sé einfald-
lega í þann veginn að bíða ósigur
og möguleikar á fylgisaukningu
séu miklu meiri, ef samvinna Mið
flokksins og Þjóðarflokksins í
Medborgerlig Samling helzt.
í Þjóðarflokknum er í því eink-
um haldið fram, að verði Hægri
flokkurinn tekinn með í samstarf-
Framhald á 10. síðu
Brýnna úrbóia þörf í
húsnæöism. stúdenta
SKRIÐUR AÐ KOMAST Á FÉLAGSHEIMILISMÁLIÐ
Reykjavík, 10. nóv.
Á FUNDI Stúdentaráðs Háskóla
íslands með’ fréttamönnum í gær
skýrði stjóm þess svo frá, að eitt
fyrsta verkefnið, sem hún tók fyr-
ir, hefði verið húsnæðismál stúd-
enta. Kaus ráðið fjóra menn í
nefnd til að kanna húsnæðismál
stúdenta við Háskóla íslands og
afla upplýsinga um þær leiðir, er
famar hafa verið til Iausnar sömu
vandamálum á Norðurlöndum. —
Fyrir tilmæli Stúdentaráðs kaus
Garðstjórn síðan fiminta mann-
inn í nefndina, sem starfað hefur
síðan í vor. Einnig skýrði Stúd-
entaráð svo frá á fundinum, að
nokkur skriður væri nú að komast
á félagsheimilismálið.
Stúdentaráði þótti sýnt, að að-
gerða væri þötf til úrbóta í hús-
næðismálum og þá sérstaklega
fyrir stúdenta í hjúskap, þar sem
þeim er nú engin fyrirgreiðsla í
té látin hér. Skyldi nefndin því
sérstaklega kynna sér aðstæður
þeirra og hefur af þeim sökum ver
ið kölluð „hjónagarðsnefnd”. ■—
Hefur nefndin nú lokið athugun-
um sínum og lagt allýtarlega
skýrslu um ofangreind atriði fyrir
Stúdentaráð.
Könnunin við Háskóla íslands
nær til ails 600 stúdenta eða
allra stúdenta nema í heimspeki-
deild. Þó nær hún til stúdenta í ís-
lenzkum fræðum. Beindust rann-
sóknirnar einkum að . fjölda
kvæntra stúdenta og trúlofaðra,
barnafjölda þeirra og húsnæði.
Gerði nefndin greinarmun á eigin
húsnæði. og leiguhúsnæði á hem
ilum foreldra eða tengdaforeldra.
Helztu niðurstöður þessara at-
hugana eru þær, að rúmlega 33%
allra stúdenta við nám eru í hjú-
skap og rúmlega 6% trúlofaðir
eða samtals 'um 40%. Um 65%
þeirra eiga börn, — eitt, tvö eða
þrjú, og meira en helmingur
þeirra býr í leiguhúsnæði. Ef mið-
að er við Norðurlöndin, er hlut-
fallstala kvæntra stúdenta lang-
hæst á íslandi eða um 33% á
móti 20-25% á hinum Norðurlönd-
unum. Einnig er hlutfallstala stúd
enta, sem eiga börn, hæst hérlend-
is. í skýrslu sinni gerir nefndin svo
grein fyrir helztu leiðum, sem
farnar hafa verið á Norðurlöndun-
um til að sjá kvæntum stúdentum
fyrir húsnæði, svo og fjáröflunar-
leiðum, sem færar hafa þótt í því
skyni. Samanburður sýnir, að ís-
lenzkir stúdentar, einkum kvænt-
ir, eru afar illa settir í húsnæð-
ismálum, eins og núverandi
ástand í þeim málum er nú hér,
og brýnna aðgerða þörf, ef viðun-
andi lausn á að nást. Þá bendir
nefndin einnig á þörf dagheimilis
fyrir stúdenta. í skýrslunni leggur
nefndin áherzlu á, að stefnt verði
að því að reisa íbúðir fyrir alla
kvænta stúdenta jafnt sem
einhleypa og verði hlutast til um
setningu löggjafar um þau efni,
en t. d. í Danmörku hefur þegar
verið sett sérstök löggjöf um bygg-
ingar fyrir námsmenn. Skýrslan er
nú til athugunar hjá Stúdentaráði,
sem gera mun ályktun um hana,
en skýrslan og ályktunin verða
birtar með Stúdentablaðinu 1. des.
Um skipulag í húsnæðismálum
stúdenta á hinum Norðurlöndun-
um er helzt þetta að segja: Þar er
alls staðar starfrækt húsnæðis-
miðlu fyrir stúdenta, og þar
hafa verið byggðir sérstakir hjóna
garðar ætlaðir kvæntum stúdent-
um.
Hafa þeir ýmist verið byggðir
með eða án dagheimila fyrir börn.
Einnig hafa verið byggðir stúd-
Framhald á 10. síðu
Jólabazar Jólabazar
Ævintýrahöllin
opnar jólabazar með allskonar jólavörum.
— Tækifærisgjafir við öll tækifæri. —
Afskorin blóm og pottablóm, mjög gott
úrval.
Ódýrt og fallegt.
Paul V. Michelsen
Hveragerði.
VIÐTALSTÍMI
minn í Hafnarfirði verður laugardaga kl. 2 til 3 að
Strandgötu 8.
Sérgrein: Barnasjúkdómar.
Snorri Jónsson,
læknir.
Rannsóknarkona áskast
Rannsóknarkona (laborant) óskast nú þegar til starfa í
Kleppsspítalanum. Laun samkvæmt reglum um laun opin-
berra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur.
námsferil og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítal-
anna, Klapparstíg 29 fyrir 25. nóvember 1964.
Reykjavík, 12. nóvember 1964.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
I helgarmatinn:
Búrfellsbjúgu bragðast best
Kjötverzlunin BÚRFELL
Sími 19750.
'if) Westinghousefw) WestinghouseriT
vandlátir
velja
Westinghouse
ryksugu
@ Westinghouse@ Westinghouse @
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. nóv. 1964 $