Alþýðublaðið - 04.12.1964, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Qupperneq 4
Vinnutími verzlunarfólks Samkvæmt samningi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er vinnutími verzlunarfólks í desember sem hér segir: Frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 9.00 til , kl. 18.00. Föstudaga frá kl. 9.00 til 19.00. Laugardagainn 5. dcs. frá kl. 9.00 til 16.00. Laugardaginn 12. des. frá kl. 9.00 til 18.00. Laugardaginn 19. des. frá kl. 9.00 til 22.00. Þorláksmessu frá kl. 9.00 til 24.00. Aöfangadag jóla frá kl. 9.00 til 12.00. Gamlérskvöld frá kl. 9.00 til 12.00. Skylt er að vinna við frágang f sölubúðum, enda taki sú vinna eigi lengri tíma en 10 mínútur fram yfir ofan- greindan vinnutíma. Samkvæmt samþykkt félagsfundar V.R. 26. nóv. s.l. og með tilvísun til úrskurðar Félagsdóms frá 28. okt. s.l„ er félagsfólki óheimilt að vinna að afgreiðslustörfum í opinni sölubúð eða um söluop eftir þann tíma dag hvern, sem tilgreindur er samkvæmt ofanskráðu. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Verzlunarmannafélag Rykjavíkur. í stuttu tnáfl Reykjavík, 3 desember. EG. ★ Girðingarlög: Framsögumaður landbúnaðarnefndar efri deildar, Bjartmar Guð- mundsson (S), gerði í dág grein fyrir breytingum, sem nefndin leggur til að gerðar verði á frumvarpi til breytinga á girðingarlög- um. Sagði hann flestar breytingartillögur nefndarinnar gera ráð fyrir orðalagsbreytingum. Málinu var vísað til 3. umræðu. ★ Stýrimannaskóli í Vestmannaeyjum: Pétur Sigurðsson (S) hafði framsögu fyrir sjávarútvegsnefnd neðri deildar í dag. er frumvarp til laga um stýrimannaskóla í Vest- mannaeyjum kom til 2. umræðu. Pétur greindi frá því, að flestir þeir aðilar, sem málið var sent til umsagnar, hefðu verið því hlynntir. Skólastjóri stýrimannaskólans hefði þó ekki tekið afstöðu, og LÍÚ hefði lagzt gegn samþykkt frumvarpsins, á þeirri forsendu, að pndur- skoðun laga um sjómannafræðslu stæði nú yfir. Pétur kvað nefnd- ina mæla með samþykkt frumvarpsins óbreyttu. Björn Fr. Björnsson (F) gerði grein fyrir breytingartillögum Óskars Jónssonar (F) við frumvarpið, en þær gera ráð fyrir að kostn- aður við skólann verði borinn uppi af ríkinu, en ekki Vestmanna- eyjakaupstaðar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Birgir Finnsson (A) sagði þaö vera furðulegan málflutning, að balda því fram, að enginn annar en ríkið mætti bera kostnað af skólahaldi, eins og tillaga Frmasóknarmanna gerði ráð fyrir. Atkvæðagreiðslu um máiið var frestað. ★ Barnaheimili: Einar Olgeirsson (K) mælti í dag fyrir frumvarpi sínu um barna- heimili og fósturskóla, en það gerir ráð fyrir stuðningi ríkisins við byggingar og rekstur barnaheimila, og að fóstruskólinn verði gerður að ríkisskóla. Málinu var vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. Harðar dellur... Félagslíf Í.R--FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Innanfélagsmót í Í.R.-húsinu i kvöld kl. 8. Keppt í stökkum með og án atrennu. — Stj. ADENAUER Framhald af 3. síðu rnikið að sér kveða í þessu máli meðan tillögur Breta eru í athug- un og áður en Johnson forseti og de Gaulle forseti hafa hitzt — og reynt að brúá ágreining Frakka og Bandaríkjamanna. Framh. af 1. síðu. geta fallizt á, að þetta frumvarp væri andstætt almennum lýðrétt- indum eða stjórnarskrá, eins og sumir hefðu þó viljað vera láta. Hgnn sagði að lokum, að núver- andi fyrirkomulag i þessum efn um hefði það í för með sér, að mjög erfitt væri fyrir presta að skipta um embætti, en slíkt væri einmitt talið mjög æskilegt. Einar Olgeirsson (K) ræddi nokkrum orðum um stöðu presta almennt og taidj hann þá ehki fyrst og fremst fulltrúa eða em- bættismenn ríkisvaldsins, og væri ekki nema sjálfsagt að söfnuðirn jr fengju að kjósa sér presta. í tilefni þess, að séra Gunnar hafði varpað fram þeirri spurn- ingu hvort ekki ætti að kjósa sýslu menn, héraðslækna og ljósmæð- ur( fyrst menn leggðu gvona mikla áherzlu á að prestar væru kosnir sagði Einar, að hann hefði ekk- ert á móti því að sýslumenn væru kosnir, enda hefði hann alltaf fyigt þeirri stefnu, að draga úr ríkisvaldinu hvort sem væri hér eða annarsstaðar. Einar lagði að lokum áherzlu á að þetta frumvarp bæri að fella. Þá kvaddi séra Gunnar Gísla- son sér hljóðs að nýju. og sagði að Einar hefði haldið svo hjart- næma ræðu, að hann væri þeirr ar skoðunar að kirkjan hefði far ið mikils á mis, þar eð Einar skyldi ekki hafa ákveðið að gjör ast einn af þjónum hennar, þótt svo Fúrtsevu hefði ekki fundist mikið til um ræðuna sem hann hélt áðan. Þá ságðist Gunnar vera hissa á að heyra Einar segja, að harin vildi draga úr afskiptum ríkisins því stefna kommúnista hefði yfir leitt verið á þveröfuga lund. Einar Olgeirsson svaraði Gunn ari -nokkrum orðum, og sagði það vera stefnu kommúnista að af- nema ríkisvaldið, og kvaðst hann ætíð hafa haft þá skoðun. Bauðst hann til að lána séra Gunnari nokkrar bækur um þetta efni, svo hann mætti sannfærast. Þá sagði Einar að hinir frurrikristnu söfn- uðir hefðu iðkað kommúnisma og í rauninni væri margt ákaflega skylt í kenningum kristnidóms- ins og kommúnismans. Sigurvin Einarsson <F) lagðist eindregið gegn því að frumvarp ið yrði samþykkt, og taldi eng£|- sannanir liggja fyrir þvi að al- menningur vildi hafa þann hátt á sem frumvarpið ráðgerði, og ætti með því að svipta söfnuðina mik ilvægum réttindum, sem ekki mætti af þeim taka. Þórarinn Þórarinsson (F) sagð ist vera á móti frumvarpinu eink um af tveim ástæðuro. í fyrsta lagi ætti veitingavald þessara em- bætta ekki að vera í höndum ráð- ályktunum þings Sambands ungra ályktunum þings Sambnds ungra jafnaðarmanna, þar sem gagnrýnd var sú þróun, að váld ýmissa hátt settra embættismanna fari mjög vxandi. Taldi Þórarinn þetta ein hverja beztu fundarsamþykkt, sem hann hefði lengi séð. í öðru lagi kvaðst hann vera frumvarpinu and vígur, þar sem það væri prests- kosningum að verulegu leyti ;|5 þakka, að íslenzka kirkjan væri frjálslynd og rúmgóð, óg hún hefði ekki lent í höndum neinnar klíku ein$ og sumstaðar hefði kom ið fyrir. Var þá lokið 1. umræðu máls ins og mun nienntamálanefnd nú taka það til athugunar. Að lokinni þessari umræðu mælti Benedikt Gröndal (A) formaður menntamálanefndar fyrir öðru frumvarpi, sem er í nánum tengsl um við þetta og verður að sam- þykkjast ef þetta verður að lög um. Fjallar það um fjölgun sókn arnefndarmanna og hefur efni þess áður verið jýst hér í blaðinu. Því var einnig vísað til 2. um- ræðu og mun menntamálanefnd athuga það milli umræðna. Sex umsóknir voru teknar til greina Reykjavík, 3. des. — ÖTJ. UMSÓKNIR ungra manna um lögregluþjónsstöður hafa nú verið teknar til atliugunar, og sex tekn- ar tii greina. Blaðiff hafði sam- band við Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóra í dag, og sagði liann að piltarnir væru nú á námskeiði, en byrjuðu í lögregluskólanum í janúar. Eins og áffur hefur verið getið, munu þeir í fyrstu annast lcttari störf, undir leiðsögn reynd- ra manna, m. a. í sambandi við umferðarstjórn og þess háttar. Aukið fé til endurhæf Reykjavík, 3. des. EG. í dag var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp, sem felur í sér breytingar á lögum um ráðstöfun erfffafjárskatts og erfðafjár ríkis sjóðs til vinnuheimila. Breytingin gerir ráð fyrir rýmkun á hlutverki •t'óðsins, þannig að' fé megi veita úr honum til endurhæfingar stöðva öryrkja í athugasemdum við frumvarp ið segir svo: Breyting sú, sem felst í frum varpi þessu frá núgildandi lög- um er fólgin í rýmkun á hlutverki sjóðsins. Núgildandi lög hafa ekki veriS talin taka ótvírætt til end urhæfingarstöðva öryrkja. Með breytingu þeirri, sem hér um ræðir, mundi vera heimilt að veita lán eða styrk samkvæmt lög unum til endurhæfingarstöðva, þar eð slíkar stöðvar mundu telj ast til annarra stofnana fyrir ör yrkja, sem stuðla að því að starfs geta þeirra komi að sem fyllstuili notum. Nauðsynlegt er, að slíkar stöðvar geti notið aðstoðar sam kvæmt lögunum. Erfðasjóður hef- ur til þessa haft nokkurt fé; sem ekki hefur verið ráðstafað, svo að sú rýmkun á starfssviði sjóðsins, sem hér er gert ráð fyrir, getur ekki talist varhugaverð. DÖNSKU MEISTARARNIR LEIKA HÉR í KVÖLD Reykjavík; 3 des. ÖTJ. DÖNSKU badmintonmeistararn ir fjórir komu hingað í kvöld með Flugfélagsvél frá Kaup mannahöfn. Keppa þeir í Vals heimilinu anna^kvöld föstudagK kvöld, kj. 8,30, og kl. 3 á laugar dag. Bádminton íþróttin hefur á und anförnum árum átt ört vaxandi vinsældum að fagna, bæði hér á landi og annarsstaðar í heimin um. Á fundi með fréttamönnum sögðu forráðamenn Tennis og badmintonfélagsins, að meðlimir í félaginu væru nú um 300, og það eina sem stæði í vegi fyrir mikið meiri þátttöku væri hús næðisskortur. Hinir dönsku meist arar eru Erland Kops, frá KBK Hann hefur borið heimsmeistara nafnbótina mörg undanfarin ár, enda oftar en nokkur annar sigrað í einliðaleik karla í enska meist aramótinu. Torben Kops, einnig frá KBK (bróðir Erlands) er badmintonleik ari í fremstu röð, og hefur átt sæti í meistaraflokki undanfarin ár. Henning Boreh, frá ABC er einn fjölhæfasti og traustasti bad mintonleikari Dana. Og Svend Andersen frá ABC. er talinn efnilegastur> hinna upp rennandi stjarna. Hann er ung lingameistri bæði í einliða og tví liðaleik. Aðgöngumiðasala verð ur aðeins við innganginn. íók bílinn trausta- taki drukkinn Reykjavík, 3. des. — ÓTJ. DRUKKINN maður var tekinn á bíl í kvöld. Lögreglan í Reykja- vík hafði samband við lögregluna í Hafnarfirði og bað hana um aff svipast eftir bíl, sem tekinn hafði verið traustataki í Reykjavík. — Gerði Hafnarfjarðarlögreglan þaff og hirti piltinn fljótlega. Var haun töluvert undir áhrifum. 4 4. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.