Alþýðublaðið - 04.12.1964, Side 5
UM ÁRSINS HRING EFTIR
SIGURRJÖRN EINARSSON
Reykjavík, 2. des. ÓJ.
Út er komin bók með ræðum
«g ritgerðum eftir Sigurbjörn Ein
arsson biskup. Um ársins bring
nefnist bókin, úr stól, frá altari
yfir moldum. Setberg gefur út.
í fyrsta hluta bókarinnar, Um árs
ins hring, eru nokkrar prédikan-
ir á stórhátíðum, en í öðrum hluta
Rastir i daganna rás, ræður við
onnur tækifæri. í þriðja hluta
eru minningarorð um þá Stein
Steinarr, séra Friðrik Friðriks-
son, John F. Kennedy og Davíð
Stefánsson. Bókin er 277 bls. að
Stærð.
í>á hefur Setberg gefið út all
mikla syrpu af barnabókum og
ennfremur Orðabók frímerkja-
safnara sem Sigurður H. Þorsteins
son tekur saman. Er hún eink
um ætluð þeim sem nota erlenda
frímerkjalista.
Eina barnabók íslenzks höfund
ar gefur Setberg út, Knattspyrnu
SR. SIGURBJORN EINARSSON
1 drenginn eftir Þóri Guðbergsson.
| Sagan er ætluð 10-14 ára drengj
Um Eyjar og Annes
Reykjavík 2. des ÓJ.
Um ejrjar og annas nefnist rit 1
eftir Bergsvein Skúlason sem
bókaútgáfan Fróði gefur út, ferða
þættir og minningar frá Breiða
firði. Skiptist bókin í tvo hluta:
Dokað við í vestureyjum Breiða
fjarðar og Að vestan. í formála
Begir höfundur að bókin sé að
Stofni til safn útvarpserinda um
Breiðafjarðareyjar og breiðfirzk
tnálefni sem hann hafi rakið upp
og sett saman í bók með nokkr
Um viðbótum. Hljóti bókin bæri
legar móttökur mun framhald
vænKaniegt á, útgáfurm^- Bókin
er 274 bls. að stærð, með mörg
lim myndum, vönduð að frágangi.
Þá gefur Fróði út bók sem nefn
lst Konur í kastljósi. Höfundur
er Jon Whitcomb en Gissur Ö.
Erlingsson þýddi bókina. ,,í bók
Jnni er að finna viturleg ráð og
leiðbeiningar um framkomu,
klæðaburð og snyrtingu, óháð
tízkusveiflum, og þó kannski fyrst |
óg fremst rækt hverrar konu við ;
séreinkenni sín og einstaklings
cðli,“" segir á kápu. Konur í kast
ljósi er 235 bls. að stærð með
mörgum myndum. Báðar bækur
nar eru prentaðar í Prentsmiðju
Jón Helgasonar.
um, en höfundur er 25 ára gam
alj Re'ykvíkingur sem mikið hef
ur starfað með drengjum í íþrótta
hreyfingunni og KFUM. Aðrar f
unglingabækur Setbergs eru þess i
--v
ar: Skólaástir eftir Signe Utne,
Guðrún Guðmundsdóttir þýddi.
Dularfulla fegurðardrottningin
eftir Sylviu Edwards, Guðrún Guð
mundsdóttir þýddi. Anna Maria
trúlofast eftir Evi Bögenæs. Sig
urður Gunnarsson þýddi. Erna og
Inga Lára eftir Margarethe Hall
er, Guðrún Guðmundsdpttir
þýddi. Þessar bækur eru allar
ætlaðar.stúlkum. Pabbi segffu mér
sögu, heitir sagnasafn handa
drengjum og stúlkum sem Vil-
bergur Júlíusson velur og þýðir.
Drengjabækur Setbergs eru þess
ar:
Henry Ford eftir Sverre S. Ám-
undsen, fjórða bókin í bóka-
flokknum Frægir menn sem Frey
steinn Gunnarsson þýðir og gef
ur út. Sandhóla-Pétur eftir A.
Chr. Westergaard, Eiríkur Sig-
urðsson þýddi. Grímur og leyni-
félagiff eftir Richmal Cromton,
Guðrún Guðmundsdóttir þýddi.
Grímur ffrallari - njósnarinn mikli
Guðrún Guðniundsdóttir þýddi.
Sjötta bókin í þessum flokki með
myndum eftir Bjarna Jónsson.
Lási gerist Ieikari eftir Sivar Ahl
rud, Þýðanda ógetið.
SVERRIR KRISTJANSSON
TOMAS GUÐMUNDSSON
Orlagabættir eftir
Sverri og iómas
Reykjavík, 2. des. ÓJ.
Konur og kraftaskáld, íslenzk
ir örlagaþættir, nefnist bók eftir
þá Sverri Kristjánsson og Tómas
Guðmundsson sem bókaútgáfan
Forni gefur út. Skrifar Tómas
þar frásöguþætti af tveimur kon
um Látra-Björgu og Skáld-Rósu,
en Sverrir skrifar um Bólu
Hjálmar. í formála segja höfund
arnir að þættirnir séu upphaf
lega skrifaðir fyrir tímaritið Satt
og birtir þar nafnlaust í márfið
arlegum köflum fyrir allmörg-
urri árum. Ennfremur segja þeir
um sögufólk sitt að það hafi
snemma eignazt migið rúm í huga
þjóðarinnar, haldið áfram að lifa
þar og mótast löngu eftir sina
dag. Geti reynzt erfitt að greina
millj staðreynda og skáldskapar
Framhald á 10. síffu
IBN SAUD
Bókaútgáfan Vörðufell hefur
gefið út ævisögu Ibn Sauds Ara
bíukonungs sem nýlega var velt
frá völdum. Ibn Saud, ævisaga
eyðimerlcurkonungsins nefnist
bókin og er eftir David Hogarth.
Biglaugur Brynleifsson þýddi.
Bókin er 240 bls. að stærð, með
pokkrum myndum.
Doktor Valtýr segir frá
Úr bréfum dr. Valtýs
G uðmundssonar
Um síðustu aldamót var uafn Valtýs Guð-
mundssonar ef til vill kunnara hér á landi en
nokkurs annars íslendings, sem þá var uppi.
Stjórnmálastefna hans var nefnd Valtýska og
fylgismenn hans Valtýingar. Tímarit hans,
Eimreiðin, var þekktasta tímarit landsins og
átti sinn þátt í að kynna nafn hans. Nú muna
aðeins aldraðir menn þann styr, sem stóð um
þennan nafntogaða mann. En saga hans er
forvitnileg á marga lund. Umkomulítill smali
úr Húnavatnssýslu ryður sér braut af eigin
rammleik, verður háskólakennari í Kaup-
mannahöfn, stofnar og gefur út fjöllcsnasta
tímarit landsins, gerist foringi stjórnmála-
flokks og munar litlu, að hann verði fyrstur
íslenzkra manna skipaður ráðherra íslands.
BÓKFELLSÚTGÁFAN.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. des. 1964