Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 6
TÁNINGURINN hagaði sér illa við matarborðið og móðirin fór að skranma hann. Hann lét sér ekki segjast og þá blandaði faðirinn sér í málið, svo aS úr varð mikill hvinur. Loks stóð kauði upp og hrópaSi: „Hvað er þetta eiginlega?, Stereo-skammir?“ —★— SKILGREINING á einstefnugðtu: . — Gata, þar sem aðeins er hægt að keyra aftan á mann. —★— MAURICE Chevalier virðist vera i óða önn að skapa sér sess sem aðalheimspek- ingur ellinnar i Frakklandi. Nýlega sagði hann í skálaræðu: „Þegar maður er kominn yfir sjötugt, borðar maður betur, sefur betur og finnst hafa meiri lífskraft, en þegar maður var þrítugur. Það er augljóslega heilsusam- legra að hafa konur í huga en í fangi.“ REYNDI maðurinn sagði: ^Það er tvenns konar fólk, sem aldrei kemst neitt áfram í lífinu. Það, sem aldrei gerir það, sem maður segir þvi, og það, sem alltaf gerir það.“ — ★ — í BANDARÍKJUNUM er farið að framleiða skyrtuhnappa með innbyggðum hitamæli. Hugmyndin er að koma því svo fyrir, að hinn velklæddi maður setj@ stolt sitt í að vita í hvaða hitastigi hann er hverju sinni. HIN stolta, franska silkiborg Lyon þarf að fá neðanjarðarjárnbraut, en bara ein ” % fg| lína í slíkri braut mundi kosta nokkrar milljónir franka. gg ■ i Miklar áhyggjur væru í borgarstjórninni, en Ki km'. borgarstjórinn gleymdi að sjálfsögðu ekki B.i' ' ' rM að agítera í Pompidou forsætisráðherra, FJk þegar hann dvaldi í París fyrir skemmstu. WmK , ’ . Þegar forsætisráðherrann heyrði hinar \ v. iL. háu tclur, varð hann áhyggjufullur á svip, en borgarstjórinn reyndi að róa hann: — Já, þetta virðist hátt, herra forsætisráðherra, en í áætlun- inni er líka gert ráð fyrir öllum kostnaði, allt ofan í blístrur starfs mannanna á stöðvunum. — Gott, sagði Pompidou, þá held ég, að ég geti lofað Lyon styrk i kaupa á blístrunum, en afganginn verðum við víst að láta bíða fyrst um sinn. —★— Jasche Heifctz,- hinn mikli fiðlusnillingur, haf?íi eitt sinn þegið boð um að koma íil „ekta, enskrar tedrykkju“ hjá virðulegri, gamalli frú. Hún tók honum með mikilli ánægju; en sagði síðan með greini- legum vonbrigðum í rómnum: — Það var fallega gert af yður að koma, herra-Heifetz, en ég hafði vonazt til að þér kæmuð með fiðluna yðar með ykur. — Ég skal segja yður frú, fiðlan mín hatar te. GRETA GARBO er um þessar mundir í heimsókn í Hollywood en neitar ákveðið, að það standi i nokkru sambandi við, að hún hyggist leika aftur í kvikmynd. Og hún kemur með skynsamlega skýr- ingu: — Aldrei aftur fram fyrir kvikmynda- tökuvél: Ég vil, að áhorfendur geymi þá mynd af mér, sem þeir sáu í síðustu mynd minni. Vörður um Wilson Fyrir skemmstu var þess get ið í fréttum, að Harold Wil- son, forsætisráðherra Breta, hefði farið í fyrsta sinn til sveitasetursins Chequers í Buc kinghamshire, sem er hið opin bei'a sveitarsetur brezkra for- sætisráðherra. Á sveitasetrinu ræddi hann við ýmsa af sam- ráðherrum sínum, svo og helztu yfirmenn landvarna, um varnarmál. Fóru viðræður þess ar fram til undirbúnings við ræðum "Wilsons við Johnson Bandaríkjaforseta, sem fram eiga að fara á næstunni. Á meðan viðræðurnar fóru fram í Chequers var hafður sterk- ur vörður lögreglu og ríðandi herliðs um búgarðinn, og sýna myndirnar verði. HEIMTAR DAUÐA BANKI einn í Novato í Kaliforníu hafði ákveðið að hefja starfsemi sína á „Þakkarhátíð" þeirra í Ameríku, en menn urðu dálítið hugs- andi þegar í Ijós kom, að daginn bar upp á föstudaginn 13. nóvernber. Það var samt opnað, en til að friða hjátrúarfulla viðskiptavini hafði bankinn ráðið sérstakan öryggisvörð, og voru allir menn í honum „vopnað*r“ skeifum, kanínulöppum, fjögurra laufa smárum og öðrum viðurkenndum hlutum til að koma í veg fyrir óhöpp. Bandaríkjamaður, sem dæmd ur hefur verið til dauða í Mexí kó, hefur neitað þiúm lmög)u- leika að sitja í fangelsi í stað inn, vegna þess að hann staðhæf ir, að hann sé saklaus að morði því, sem honum var gefið að sök. | Útvarpstöð ein í Texas hringdi i til mannsins, sem heitir Dykes j Askew Simmons og situr í fang 1 elsi í Monterry í Mexíkó, og I var samtalinu útvarpað. Hann j sagði m.a.: „Ég er algjörlega sak ilaus og á ekki skilið neina refs ingu'.. . Ég er reiðubúinn að deyja .strax fyrir þessa staðhæf ingu,“ sagði hann Simmons var fundinn sekur um morð á þrem táningum úr þekktri fjölskyldu í Monterry fyrir fimm árum. Síðan hefur fólk báðum megin við landamærin verið að reyna að fá dóminum hrundið á þeim grundvelli, að hann hafi byggzt á tilviljun og röngum framburði vitna. Ríkisstjórnin hefur sagzt fús til að breyta dóminum í 30 ára fangelsi. Ekki ,er vitað, hvOrt Simmons getur heimtað að vera tekinn af lífi, ef honum verður ekki sleppt. Rauöar stöðumælasekíir I Noregi eru miðarnir, sem lög- reglan hengir á bílana vegna ó- löglegrar „parkeringar" rauðir að lit. Maður einn i Álasundi lagði um daginn bíl sínum við gangstéttarbrún á meðan hann skrapp inn í verzlun, en þegar hann kom út eftir örfáar mínútur sá hann rauðan miða á bílnum. Maðurinn varð fokvondur, rauk á lögreglustöðina og skóf ekkert utan af fyrirspurn sinni um það hvern sjálfan ? það ætti að þýða að vera að setja miða á bíl sinn, þó að hann hlypi inn í búð á meðan hálfur bærinn legði bíl- um sínum ólöglega, án þess að fá miða. Varðstjórinn bað um að fá að sjá miðann, sem hann fékk. Það var tilkynning um kvöldsamkomu; Hjálpræðishersins í bænum. £ 4. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.