Alþýðublaðið - 04.12.1964, Síða 9
Frásagnir
Reykjavík, 3. des. - OÓ
ÚT ER KOMIN hjá Ægisútgáf-
unni bókin Heiðurskarlar. Fjall-
ar hún um fimm sjómenn, sem
allir hafa hlotið heiðursmerki
sjómannadagsins. Bókin er skrif-
Uð af jafnmörgum höfundum.
Guðmundur Daníelsson skrif-
ar um Eyrbekkinginn Árna
Helgason, Kristján frá Djúpa-
læk skrifar um Eyfirðinginn
Egil Jóhapnesson, Stefán Júlíus-
son um Hafnfirðinginn Guð-
mund Knútsson, Gísli J. Ást-
þórsson ritar um Norðfirðinginn
Ásmund Jakobsson og Jónas
Árnason skrifar um Reykvíking-
inn Guðmund Árnason.
fimm heiðurskarla
Stefán Júlíusson og Guðmundur Knútsson.
Allir liafa menn þessir lifað
stormasama ævi og tilbreytinga-
rika og hefur öll sjósókn tekið
miklum breytingum síðan þeir
stigu fyrst á skipsfjöl með sjó-
ferðakistur sínar eða sjópoka.
í formálsorðum bókarinnar seg
ir m.a. Sjómannadagsráð hef-
ur á undanförnum árum heiðrað
ýmsa menn, sem þótt hafa slíks
verðir öðrum fremur fyrir störf
sín á sjónum, fengsæld og dugn-
að og einstök afrek. Með þessu
hefur ráðið sýnt fullan skilning
á því hlutverki sínu, að lialda á
lofti nöfnum þessara manna, sem
íslenzkur almenningur á meiri
þakkir að gjalda en flestum öðr
um.
En að baki hverju nafni liggur
meiri og lengri saga en hægt er
að segja í stuttum ræðum á sjó-
mannadaginn, og þar sem Ægis-
útgáfan þykist þess fullviss, að
mörgum muni liggja forvitni á
að vita nánari deili á þeim mönn-
um, sem hlotið hafa urrírædd
heiðursverðlaun hefur hún ráð-
izt í að gefa út þessa bók.
Ægisútgáfan telur sér sóma
að því efni, sem menn þessir hafa
hver um sig lagt til bókarinnar.“
Aftast í bókinni er bókarauki
sem nefnist Fólkið, sjórinn, fisk-
urinn. Er það safn eitt hundrað
ljósmynda, gefur nafn bókarauk-
ans til kynna efni þeirra. Elztu
myndirnar eru frá því fyrir alda-
mót og sýna þar sjósókn og fisk-
verkun allt fram til síðustu ára.
Útgáfa bókarinnar hefur að
miklu leyti verið í höndum þeirra
Jónasar Árnasonar og Gísla J.
Ástþórssonar. Ytra útlit hefur
Gísli B. Björnsson séð um.
Frentsmiðja Guðmundar Jó-
hannssonar prentaði texta en
Prentverk myndir. Prentmót
gerði myndamót.
Bókin er 260 síður með bókar-
auka, prentuð í stóru broti og
öll hin eigulegasta.
Vestur-íslenzkar
æviskrár, 2. bindi
Reykjavík, 2. des ÖJ.
Út er komið annað bindi af
Vestur - íslenzkum æviskrám
sem Benjamín Kristjánsson tekur
saman en Bókaforlag Odds Björns
sonar á Akureyri gefur út. Segir
höfundur í formála að bindið sé
með líku sniði og hið fyrra sem út
kom 1961. „Þó hefur meira verið
sveigt inn á þá leið að taka heila
ættbálka, þar sem kostur hefur
verið á nægum upplýsingum,
segja fyrst frá landnámsmann-
inum og gera síðan meiri eða
minni grein fyrir öllum afkom-
endum hans lifs eða Iiðnum. Hef
ur þessi aðferð þann kost, að
betra er að átta sig á skyldleika
manna, auk þess sem ekki þarf
að telja sömu ættfeðurna á mörg
um stöðum.“ Þá segir höfundur
að þriðja bindi æviskránna sé
nú í undirbúningi. Vestur - ís-
lenzkar æviskrár er 245 bls. a\jS
stærð og hin veglegasta að oll
um frágangi. Um 500 mannamynd
ir eru í bókinni, en henni lýkur
með nafnaskrá bindisins.
Ný skáldsaga eftir
Stefán Jónsson
STEFÁN JÓNSSON
Reykjavík, 2. des. ÓJ.
Isafoldarprentsmiðja hefur sent
frá sér nýja skáldsögu eftir Stef
án Jónsson. Vetur í vindheimum
heitir sagan og mun vera ein
þeirra sagna Stefáns Jónssonar
sem hann ætlar fullorðnum les-
endum sínum og börnum og ungl
ingum jöfnum höndum. Af þess
um sögum Stefáns eru Hjalta-
sögurnar nafnkunnastar til þessa.
Vetur í vindheimum er 198 bls.
að stærð. Þá gefur ísafold út
Kjarnyrði sem Pétur Sigurðsson
hefur tekið saman, innlent efni
þýtt og frumsamið, 121 bls. að
stærð,- og nýtt ritgerðasafn eftir
Árna Óla. Bók Árna nefnist Grúsk
og eru þar 18 greinar um þjóð
leg fræði. Bókin er 222 bls. að
stærð, með mörgum myndum.
Málið farið til
ráðuneytisins
Reykjavík 2. des. GO.
SAMKVÆMT upplýsingum sak
sóknararíkisins, er mál starfsfólks
Útvegsbankans nú í athugun hjá
viðkomandi ráðuneyti Er það sam
kvæmt lögum um meðferð mála
opinberra starfsmanna, en sak-
sóknara ríkisins er mál starfsfólks
sagnar og tekur sínar ávarðanir.
Við hringdum í viðskiptamála-
ráðuneytið, þar sem málið er í at
hugun, en fengum það svar, að
ráðherra væri erlendis og málinu
verði ekki hreyft fyrr en liann
kemur til landsins, væntanlega nú
um helgina.
HOLMEGAARD
glass of xuodern design rOUNDEO 182.9
NÝKOMIÐ
G. B. Sjlfurbúðin
Laugavegi 55. — Sími 11066.
BIFREIÐAEIGENDUR
Höfum opnað bílaverkstæði að Miðtúni við Vífilstaða-
veg. — Framkvæmum flestar viðgerðir.
Reynið viðskiptin.
RÉTTING S.F.
SÍMI 51496.
ÝMSAR STÆRÐIR.
Söluumboð:
HRAUNHOLT
v/Miklatorg.
TRELLEBORG
SNJÓ-
hjólbarðar
Gunnar Ásgeirsson h.f.
Suðurlandsbraut 16.
Auglýsingasíminn er 14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. des. 1964 9