Alþýðublaðið - 04.12.1964, Síða 10

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Síða 10
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Aðalfundur Skipstjóra- og stýriinannafélagsins Öldunnar verður hald- inn laugardaginn 5. desember kl. 16 að Bárugötu 11. DAGSKRÁ; Aðalfundarstörf — Lagabreytingar — Önnur mái. STJÓRNIN. Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn að Sjafnargötu 14, sunnudaginn 13. des- ember kl. 14. i sl&i ÉH FUNDAREFNI: Venjuleg affalfundarstörf. STJÓRNIN. ‘í ÞAfl BORGAR SIG /p —^ —c/A C=» © BRUNATRYGGINGAR á hiisum í smíðum, vélum og áfiiöldum, efni og lagerum o.fl. Heimistpygigingi hentar yðtir Heimllisfryggingar Innbús Vatnsffóns Innbrots Glertryggingar TRYGGIHGAFÉLAGIÐ HEIMIRíl LINDARGATA 9 REYKJAVlK SI /WI 21ÍÍ0 SlMNEFNI SURETY Frá Kúrdum Fvamhald af síffu 7. og þá ekki sízt dólgnum Kassim í Bagdad, sem síðan hefur reynd ar iilotið illan endi. Rit Erlends Haraldssonar er ekki, né þykist vera, nein könn un á stjórnmálastöðunni í Aust urlöndum, hagsmuna- eða þjóð ernisbaráttu í þeim löndum sem hér segir frá. Fræði sín um Kúrda sækir hann í þeirra eigin vopnabúr, aðgengileg rit um kúrdísku þjóðina og sögu henn- ar og frásagnir kúrdísks foringja sem hann kynnist við. En mál flutningur Erlends verður ein- mitt trúverðugur og sannfær- andi fyrir það hve' hófsöm er frásögn hans og ályktanir var- færnar. Og þótt bók hans sé ekki þólitískt rit felur saga Kúrda, eins og hann segir hana, í sér þungan áfellisdóm um næstu nágranna Kúrda, Tyrki, Persa, Araba, sem sífellt hafa beitt þá villimannlegri kúgun, og stór- veldin þrjú sem mest afskipti hafa af þessum löndum, Bret- land, Rússland, Bandaríkin, og ýmist hafa látið baráttu Kúrda afskiptalausa eða beinlínis stutt kúgara þeirra. Hér er enn ein dæmisaga þess hversu grunnt er í frelsis- og lýðræðisástinni þar sem ekkert er í húfi nema líf og réttur afskekktrar minni hlutaþjóðar. Hér á landi munu menn lítið sem ekkert hafa þekkt- til Kúrda og baráttu þeirra fram á þennan dag. En svo mikið er víst að lesendur þessarar bókar munu hér efiir fylgjast af miklu meiri athygli en áður með fréttum af barátt unni í Kúrdistan. Bókarefni Erlends Haraldsson ar er sem sagt tímabært og at- hyglisvert, framtak hans allrar virðingar vert. Hann virðist vera einn örfárra blaðamanna sem komizt hafa á vit Kúrda: þess vegna á frásögn hans allt erindi út í heiminn. Og för hans mun vera algjört eindæmi um íslenzk an blaðamann. Þess vegna er það mjög miður farið hversu Erlend ur er ófimur rithöfundur. Þótt bygging bókarinnar sé, allt á lit ið, furðu lagleg er hún óneitan- lega langdregin framan af og endurtekningasöm með köflum. Því er það að maður óskar sér persónuílegri frásagnarháttar. Og málfar Erlends og málfars- tök eru ótrúlega fátækleg. Sögu kaflar hans af Kúrdum eru löng um með sterkum blaðþýðingar svip: í þannig máli eru ,,hlutir“ (things) sí og æ „þýðingarmíkl ir“ (important) og áhrifaríkini1 (effeetive). Ekki er hærra risið á því sem Erlendur segir frá eigin brjósti, þó þágufallssýkin í eftirmála sé einsdæmi og vonandi tómt slys. Sum orðtæki hans eru skringi leg, svo sem það að menn „beri með sér góðan þokka“, eða sú furða að allir skapaðir hlutir tíðki að „ganga yfir til“ uppreisn armannanna, jafnt vopn og vistir sem liðsmenn Bagdad-stjórnar. Og orðalag og setningaskipun . eru viða furðu klaufaleg. Dæmi: „Ekki get ég stillt mig um að skjóta hér inn þeirri skoðun minni, 'að lítt muni yfirleitt mark takandi á hrifningarræðum hinna arabísku einræðisherra, sem munu ekki ósjaldan gera litlu meiri greinarmun á draumi og veruleika en þegnarnir sem segja útlendum gestum til vegar í Bag- dad“. Hér skilst mér það vaki fyr ir Erendi að arabískir stjórnmála menn séu óraunsæir og óíannsög ulir. En hann er varfærinn, vill ekki segja meira en hann fái stað ið við og einstakl. ólaginn að orða hugsun sína. Úr verður þessi ó- skapnaður. Svona mætti lengi rekja dæmin úr bókinni fram og aftur; og því miður er Er- lendur Haraldsson engan veginn einn um að tala og rita þvílíkt mál. En mikið spillir það fyrir bók hans. Hefði forlaginu raun ar verið skylt að kosta vandlega yfirferð og lagfæringu textans fyrir prentun sem áreiðanlega hefði bætt mikið úr skák. En að öðru leyti er bókin þokkalega gerð af forlagsins hálfu. Ó.J. Örlagaþættir Framh. af 5. síðu. í sögu þeirra. „Sennilega fer bezt á því, þegar saga þeirra er sögð að hvort tveggja sé haft í huga og örugglega gætir slíks sjónar- ^ miðs í þersum frásöguþáttum. Þeim var einungis ætiað að skipa sögupersónum sínum á trúlegt svið og bregða Þar upp minnis verðum myndum úr lífi þeirra. „Konur og kraftaskáld“ er prent uð . í Félagspréntsmiðjunni, 236 bls. að stærð, með nokkrum mynd um. SPD býst... Framhald úr opnu. : Jafnaðarmenn hafa 850 sæti af 1869 í sambandsþinginu og hinum tíu fylkisþingum en kristilegir de- mókratar 811. Hins vegar benda sumir leiðtog- ar jafnaðarmanna á, (einkum Heinemann) að líklegt sé að kristi legir demókratar snúi bökum sam an þegar kosningarnar nálgast og því sé nauðsynlegt, að SPD fylgi eindregnari jafnaðarstefnu en hann hefur gert síðan 1960. Bent er á hina nýju stjórn Verkamanna- flokksins í Bretlandi sem fyrir- mynd þess, hve flokki geti orðið ágengt ef hann hefur hugrekki til að fylgja fram sannfæringu sinni. Flokkurinn eigi ekki að reyna að fylgja svipaðri stefnu og stjórnin í Bonn. Willy Brandt bar þessa ásökun til baka á fiokksþinginu í Karls- ruhe og sagði, að án skerfs jafn- aðarmanna hefði tilraunabanns- samningurinn ekki verið staðfest- ur. engum verzlunarskrifstofum komið á fót í Austur-Evrópu og ekkert samkomulag tekizt um ferðir milli borgarhluta Berlínar. Brandt hét því að stjórn jafnaðar- manna mundi koma á nýtízkuskipu lagi með skipulagningu og skyn- samari notkun þjóðarteknanna og jafnframl draga úr þjóðfélagslegu ranglæti. HfiMMrðtviðaerðlÍP OPtÐ ALÍA. DAGA (LKA LAUCASDAÖA OG 8UNNUDAGA) FRX KL. a TIL 2Z. GáainávKBBis^faayi íliStóslIiI 3®, ITcjídívik. Teppahreinsun Hreinsum teppi og húsgögn • í heimahúsum, fljótt og vel. Fulikomnar vélar. Teppahraðhreinsunin Sími 38072. Píanóstillingar og viðgerðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSON hljóðfæraverkstæffi. . Langholtsvegi 51. Sími 36081 niilli kl. 10 og 12. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN SkúhtCðtn « Simi 18-108. Látið okkur ryðverja og hljóðéinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18. simt 1-99-48 10 4. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.