Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 6
SKUGGI PERONS SKUGGI peronismans hvíljr enn yfir Argentínu, þótt Juan Peron fyrrv. einræðisherra tækist ekki að snúa aftur til landsins á dögun- um, eins og hann hafði heitið fylg- ismönnum sínum. Löglegum stjórn málaflokkum landsfns hefur ekki tekizt að afla sér fylgis þeirra kjós enda, aðallega verkamanna, sem samúð hafa með perónistum. Síð- an herinn ógilti úrslit kosning- anna 1962 vegna hins mikla fylgis peronista hafa innanlandsdeilur og óánægja magnazt. Hin eins árs gamla stjóm Rót- tæka flokksins undir forsæti Illia er völt í sessi, enda gæta hinir fiokkarnir ekki hlutleysis gagnvart henni eins og þeir gerðu upphaf- lega. I'ótt flokkurinn hafi hreihan meirihluta í öldungadeild þingsins eru þingmenn hans í fulltrúadeild- inni aSeins 68 af 196. Ef mikil ólga V(;rður í iandinu getur flokk- urinn akki gert tilslakanir í þjóð- félagsraálum án þess að breyting verði afstöðu hans til liersins. . Óánægjan í Argentínu er þjóð- félgaslegs og efnahagslegs eðlis. Nýleg:-. hefur verið kreppa í land- inu, sem er talin alvarlegri en kreppan í Evrópu um 1930. Nú bannaðir hafa fylgismenn Perons látið hug sinn í ljós með því að skila auðum atkvæðaseðlum. Juan Peron, sem er 69 ára að aldri, komst til valda með lýðræð- islegum hætti, en á stjómarárum sínum lagði hann mikla áherzlu á að missa ekki völdin á þann hátt. Þegar hann var ungur liðsforingi í hernum fyrir heimsstyrjöldina síðari, gekk hann í klíku stjórnar andstæðinga, sem gerði byltingu 1943 og myndaði herforingjastjórn. ! Peron fór með verkalýðs- og vel- ferðarmál í stjórninni. JUAN PERON — hættir hann? ■ ríkir mikil verðbólga. Það hefur lengi verið venja í Argentínú að fela einræðisherra völdin, þegar svipað er ástatt og nú er. Verka- menn minnast „hinna góðu daga“ Peronstjóraarinnar og hættir við að gleyma einræði hennar og spill- ingu. ★ TÍU VALDAÁR. Þótt Peron yrði að hrökklast úr landi 1955 vegna þess, að efnahags málin vom komin í kalda kol og öflugt bandalag hafði verið mynd- að gegn honum, naut hann þá ___ °S nýtur enn — talsverðra vin- sælda, einkum meðal verkamanna. Enn munu um þrjár milljónir manna í Argentínu fylgja peron- istum að málum. Hið mikla fylgi, sem Peron tryggði sér á valdadög- um sfnum, byggðist einkum á verkalýðsfélögum, sem voru undir hans stjórn og héldu áfram starf- semi sinni eftir fall hans. Flokkar þeir, sem fylgt hafa Peron að málum, hafa aukið fylgi sitt fremur en hitt síðan hann fór í útlegð, og þegar þeir hafa verið I KASTLJÓS Hann hóf að stofna verkalýðs- félög, sem vom undir stjóm ríkis- ins, en aflaði sér um leið vinsælda með því að hvetja wrkamenn til að krefjast mikilla launahækkana. Hann gerði jafnframt allt, sem í hans valdi stóð, til að telja stjórn- ina á að verða við þessum kröfum. Vinsældir hans meðal fjöldans jukust enn þegar hann gekk að eiga vinsæla kvikmyndaleikkonu, Eva Duarte. Þegar herforingja- stjórninni var farið að þykja nóg um aukin völd Perons og fyrirskip- aði handtöku hans 1945, var það Eva, sem fékk verkalýðsfélögin til að mótmæla handtökunni. Fjöldamótmælaaðgerðir neyddu Farrell forseta til að láta í minni pokann. Peron var sleppt úr haldi og hann bauð sig fram í forseta- kosningum, sem haldnar voru skömmu síðar. Hann vann stórsig- ur og um nær tíu ára skeið var hann einvaldur í Argentinu. ★ HALLAR UNDAN. Fyrst í stað naut hann vinsælda mikils hluta landsmanna. Hann treysti sig rammlega í sessi og múlbatt blöðin. En hann kom ekki á algerrí einræðisstjórn. Stjórnar- andstöðuflokkamir fengu að taka þátt í kosningum. Grundvöllur valda hans vár bandalag hreyfinga hans sjálfs, þ. e. peronistahreyfingarinnar, hers- ins og kaþólsku kirkjunnar. Þegar herinn og kirkjan hættu stuðningi sínum við Peron var vpldum hans lokið. Hamslaus eyðsla var það, sem einkenndi stefnu Perons í efnahags málum, og miklar fjárfestingar, sem röskuðu jafnvæginu og leiddu til hömlulausrar verðbólgu. Kaup- sýslumenn lögðust því gegn hon um. Þegar hann reyndi að grípa til stöðvunaraðgerða bakaði hann sér einnig að nokkru leyti óvild verkamanna. Ráðríki hans varð jafnframt æ greinilegri og vin- sældir hans minnkuðu smám sam- an. Þegar hann hóf síðan ofsa- fengna herfcrð gegn kirkjunni sást greinilega, að hann háfði misst tökin á þróuninni. Eftir fall Perons tók við aðlög- unartímabil og gerð var tilraun til að koma á þingræðisstjóm. Þrem árum eftir fall Perons, 1958, varð frjálslj'ndur stjórnmálamaður, Frondizi, forseti, og naut hann bæði stuðnings kommúnista og per onista. Hins vegar glataði Frondizi smám saman vinsældum sínum, þar eð hann reyndi að fylgja spar- semisstefnu. íhaldsöfl og herinn höfðu æ meiri áhrif á Frondizi. Skömmu eftir að úrslit kosning- anna 1962 voru ógilt, en í þeim hlutu peronistar 2,2 mllljónir at- kvæða, eða meira fylgi en nokkur annar stjórnmálaflokkur, var Frondizi sviptur völdum, en hann hafði leyft peronistum að taka þátt í kosningunum. Síðan hefur herínn haft raunveruleg völd í landinu í sínum höndum, þótt form lega sitji borgaraleg stjórn við völd. ★ PERON HÆTTUR? Síðan þessar kosningar fóru fram hefur þess þótt nokkuð gæta, að töfraljóminn, sem hvilt hefur yfir hinum landræka leiðtoga per- onista, hafi minnkað. Hreyfing.per onista hefur verið nógu öflug til að koma stjórninni í bobba eins og með því að láta fylgismenn sína hrópa „Peron( Peron“, þegar de Gaulle kom í heimsókn í haúst, en í forsetakosningunum í fyrrá voru auðir atkvæðaseðlar helm- inni’ færri en búizt hafði verið við. Til að kveikja á ný eldmóð með- al fylgismanna Perons lýstu per- onistar því yfir fyrr á þessú ári, : ur jarðvegur væri fyrir heimkomu að 1964 vær ár heimkomu Perons. j Perons nú vegna hinna miklu Auk þess töldu peronistar, að góð- I vandamála, sem landið á við að Peron (með ferðatösku) og fylgdarlið hans fara úr flugvélinni, sem hann fór með frá Spáni til Rio de Janeiro. Hann varð að snúa aftur til Spánar. glíma og eru í aðalatriðum þaú sömu. og þegar Peron hrökklaðist Framhald ð síðti 10.' Tækni og vísindi Mér var að detta í hug, hvort mönnum geti orðið bumbult eða óglatt af of mikilli vísindatroðslu eða tali, líkt og þeim sem borða eða drekka yfir sig, en vísindi og tækni eru mjög nauðsynleg í nú- tíma þjóðfélagi og af því að við erum svo skammt komin í þessu verðum við að byrja á þeim verk- efnum, sem mestar líkur benda 'til að gefi fljótfenginn' arð, sem getur staðið undir nauðsynlegum framkvæmdum í þjóðfélagi okk- ar og á ég þar við fiskveiðar og . fiskiðnað. Við erum komin talsvert á- leiðis i fiskveiðatækni og fiskiðn- aður er líka á uppleið, en betur má ef duga skal. Eitt laf þeim verkefnum, sem nú er mest aðkallandi, er flutn- ingur á síld frá fiskimiðunum þegar mest aflast, til staða í öðr- um landsfjórðungum, sem hafa aðstæður til að geta unnið mikið magn, með heimafólki sínu. — Flutningur á bræðslusíld er venjulega framkvæmdur með al- gengum flutningaskipum eða/og tankskiþum; einnig mætti senni- lega taka upp nýmæli hér og flytja síld í gúmbelgjum, eins og sums staðar tíðkast að flytja i oiíu. Þessir belgir, sem eru slöngulagaðir, eru dregnir aftan í' skipum langar leiðir, ennfremur gætu togarar komið að liði, bæði sem flutningaskip og dráttarskip belgjanna. Þá komum við að mesta vanda- málinu, þ. e. flutningur á síld til frystingar og ■ söltunar af f jar- lægum miðum. Það er þegar komin nokkur reynsla á geymslu fisks og síldar í kældum sjó, 0- -í-3° Célsíus, og er talað um, að. sem flytja aflann óskemmdan að landi. Komið getur til mála að nota togara eða venjuleg flutn- ingaskip, sem gætu m. a. geymt aflann í gerviefna- eða gúmtönk- um i lest og jafnvel á dekki. Slíkar tilraunir sem þessar geta hvorki fjárvana útgerðarmenn né eigendur vinnslustöðva gert á sinn kostnað í byrjun, en ég geri ráð fyrir, að þeir muni fljótlega geta gert þetta á eigin spýtur, eftir Harold Böðvarsson fiskur geti geymzt þannig ó- skemmdur jafnvel 2-3 vikur eða lengur, og fiskur eða síld á að geta geymzt nokkra daga ó- skemmt, þó að hitastigið fari 2- 3° yfir frostmarkið í ’kældum sjó. Nú vil ég beina geiri mínum til tæknifræðinga og vísinda- manna og skora á þá að hjálpa til við að finna heppilega og hag- nýta lausn á þessu máli, það duga ekki orðin tóm, heldur verða að fylgja í kjölfarið tilraunaskip, ef þessar tilraunir lánast, sem ég er ekki í vafa um. — íslend- ingar hafa sýnt, að þeir eru ekki neinir eftirbátar í fiskveiðatækni og þeir geta líka verið fremstir á þessu sviði, ef rétt er að farið. Atvinnudeild Háskólans og rannsóknarstofnanir sjávarút- vegsins. ættu að .hafa forgöngu í þessu mikUvæga máli, það er til mikils að vinna og þessar til- raunir. mega ekki mistakast. Akranesi, .4. dés. 1964. , Haraldur Böðvarsson. € 10. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.