Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 7
Lofgerð upprunans
Pandelis Prevelakis:
SÓL DAUBANS
Skáldsaga
Sigurður A. Magnússon
þýddi úr grísku með leyfi
höfundar
Útgefandi: ísafoldarprent-
smiðja h.f., Reykjavik 1964.
241 bls.
Árlega berast í jólabóka-
flaumnum þýddar skáldsögur,
stundum ein, stundum tvær,
stundum kannski fleiri, sem vel
eru þýðingarinnar virði. Og er
þetta náttúrlega betra en ekki
—• þó jafnan fari lítið fyrir þess-
um bókum til móts við alla
reyfaradyngjuna sem hleðst upp
fyrir hver jól. í fyrra kom út
ítölsk skáldsaga og önnur júgó-
slavnesk, hvort tveggja merkileg
verk. í ár er komin út grísk
saga; og spillir ekki að hún er
þýdd beint úr frummálinu.
Kannski bendir þetta til þess að
hægt og hægt aukist bókmennta-
útsýn okkar, taki á sig alþjóð-
legra snið, — þótt sannarlega
mætti þeirri þróun miða örar.
Sigurður A. Magnússon gerir
skilmerkilega grein fyrir Pan-
delis Prevelakis í formála fyrir
sögunni. Hann er einn fulltrúi
þeirrar bókmenntastefnu með
Grikkjum sem sækir sér yrkis-
efni í líf bændaalþýðu, freistar
að frjóvga bókmenntamálið al-
þýðlégum taJmálsáhrifum, stefn-
ir að raunsæi, vill að listin sé
virk í þjóðfélaginu. ,,Það er köll-
Un rithöfundarins að gera sál
fólksins sýnilega og skynjanlega,
að sökkva sér niður í djúpar
og sannar vitranir þess, svo að
hann geti örvað það og jafn-
framt leitt það til ríkari sjálfs-
vitundar,” hefur Sigurður eftir
Prevelakis í formálanum. Hann
er sagður einhver bezti skáld-
sagnahöfundur Grikkja og varla
eiga sér annan jafningja en
Stratis Myrivillis síðan Nikos
Kazantzakis féll frá. Og þessi
saga hans, Sól dauðans, hefur
sætt margvíslegum sóma, fyrst
heima; fyrir og síðan í öðrum
löndum.
Ég kann ekki önnur skil á
SIGURÐUR Á. MAGNÚSSON
Prevelakfs og verkum hans en
þessi. En engan veginn sýnist
mér fært að jafna Sól dauðans
á við þær sögur Kazantzakis
sem ég kannast við: hann er ó-
líkt mergjaðri og þróttmeiri höf-
undur en Prevelakis. Um hitt er
ég ekki dómbær hvort, eða að
hversu miklu leyti, þetta sé sök
þýðandans. Ekki verður annað
séð en Sigurður A. Magnússon
vinni verk sitt af trúmennsku
og vandvirkni; þýðing hans hef-
ur samfelldan, sléttan og felld-
an máisvip — þrátt fyrir stöku
hortitt. En jafnframt hefur þýð-
ingin ernhvern skrifborðsþlæ,
— pappírsbragð — sem þarf
ekki að heyra frumritinu til.
,,Hver hlutur á sitt nafn,” segir
á einum stað hér í bókinni: „Ef
PREVELAKIS
þú beygir þig niður að honum
og hvíslar þetta nafn, mun liann
opnast eins og blóm, springa
eins og fullþroska ávöxtur: hann
er í senn leystur úr viðjum og
leysir þig úr viðjum.” Þessi stíl-
galdur tekst ekki í þýðinguiini,
hversu sem er um frumtextann;
og kann það að vísu að gera
gæfumun þýðingarinnar.
Sól dauðans segir af ungum
dreng í litlu þorpi á eynni Krít.
Þetta er á stríðstíma; hungurs-
neyð geisar; aukinheldur vofir
blóðhefnd yfir drengnum. í ná-
vist dauðans tekur hann skjót-
um þroska til manns — og
skálds. Það er heimilt að ætla
að Jorgakí, drengurinn í sög-
unni, sé að verulegu leyti æsku-
mynd höfundarins Sjálfs. Og eins
og fleiri minningasögum af
þessu tagi er sterkasti þátturinn
í Sól dauðans lofgerð skálds um
uppruna sinn, lieimahagana,
æskuárin. Grísk alþýða er hér
lofuð í mynd Rúsakí, frænku
drengsins og fóstru lians, sem
bæði er lifandi kona í sögu og
tekur á sig ofurmannlega mynd
f.vrir sjónum drengsins. Það er
hún sem lyftir hinu fátæklega
frumstæða lífi í þorpinu upp fyr-
ir örbirgð sína:
„Endrum og eins birtist með-
al þessara langhrjáðu manna
einstaklingur á borð við Rúsakí
frænku. Hún fæðist með áhyggj-
ur þeirra í sálinni. Hún Iætur
aftur augun í vökunni og finn-
ur kvöl þeirra tæra sig. Hún
reynir að sofa, en svefninn er
þungaður af framtíðinni. Hún
skýtur rótum í þorpunum, gerir
vatnið sætara, veðrið mildara,
talar jöfnum höndum við skyn-
lausar skepnur og dýrlinga. í
huga hennar eru aðeins tvö á-
hyggjuefni: lífið og dauðinn.
Allar aðrar vangaveltur þessa
svikula heims hafa verið
brenndar úr henni af' guðdóm-
legum eldi. Þannig getur hún
verið ósnortin þegar skelfingar,
ástríður og fyrirboðar setjast
um sál hennar. Kirkjan vill
hvorki lieyra hana né sjá, að
undanskildum nokkrum auð-
mjúkum prestum sem eru ó-
freskir eins og hún. En hún er
saltið sem varnar því að sköp-
unarverkið rotni. Hún er steinn-
inn sem fólkið stígur upp á til
að sjá hærra höfði sínu. Hún er
. . auga Guðs í heiminum.”
Það er alveg í samræmi við
þennan skilning að Rúsakí lætur
líf sitt að lokum í stað drengs-
ins, geldur blóðskuldina fyrir
hann — og selur liann þar með
endanlega á vald köllun sinni:
„Megi dauði minn lýsa þér! Megi
hann verða þér eilíf sól!” eru
lokaorð sögunnar. Og það er lýs-
ing Rúsakí frænku, hversdágs-
lýsing þorpsins umhverfis hana
og drenginn, sem gerir þessa
sögu forvitnilegan og minnis-
verðan skáldskap framandi les-
anda Miklu miður sauufærandi
orkar sjálfslýsing sögumannsins,
sem stundum jaði-ar við sjálfs-
daður, greinargerðin fyrir „köll-
un” hans. Sól dauðans er mjög
haglega byggð saga, frásögnin
greið, í stuttum tilbreytilegum
köflum, með jafnri stígandi
til loka. En það sýnist mega
gera í sögunni greinarmun upp-
runalegrar, upplifaðrar um-
hverfislýsingar og seinni tíma
skilningsvilja og túlkunar þessa
umhvei-fis sem ekki auðnast
fullkomin samhæfing, — hvort
sem þýðingin á svo einhvern
þátt þar í. Af þessum túlkunar-
vilja virðast komnar ýmsar ljóð-
rænugrillur og útlegging sem
draga úr mætti sögunnar þegar
liður á hana; og jafnvel heil
innskot, eins og þátturinn um
Alikí. En þar fyrir er Sól dauð-
ans vissulega athyglisvert skáld-
verk sem fengur er að kynnast
við.
ísafold gcfur bókina heldur
stirðbusalega út. Prófarkalestur
er að sönnu sæmilegur, en
prentunin fádæma hirðuleysis-
leg. Skömm er að ísafold! Ó-.J.
SKIPATRYGGBNGAR
Tryggingar
á vörum í flutnlngl
á efgum skipverfa
Heimistrygging hentar yður
Ábyrgðar
Aflatryggingar
TRYGGÍNGAFÉLAGIO HEIMIR
UNDARGATA 9 REYKJAVÍK S í MI 21260 SlMNEFNtiSURETY
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif'
enda í þessum hverfum:
Hverfisgötu
Bergþórugötu
Högunum
Afgreiðsla Afþýöublaöslns
Sími 14 900.
SENDISVEINN
óskast. — Vinnutími fyrir hádegi.
Alþýðublaðið Sími 14 900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. des. 1964 T
aeu.