Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjórl; Arni Gunnarsson. — Bitstjórnarfulltrúi: Eiöur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasimi: 14906. — ASsetun AlþýSuhúsiB viB Hverfisgötu, Reykjavík. — PrentsmlSja AlþýSublaSsins. — Áskrirtargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 elntakiS. — Útgefandi: Alþýðufiokkurínn. Eftir kalda sfríðið HEIMSFRÉTTIR segja frá erfiðleikum innan Atlantshafsbandalagsins um þessar mundir. Geng- ur aðildarríkjum illa að koma sér saman um mikil- væg atriði eins og hinn fyrirhugaða kjarnorku- flota. Eru þetta höfuðvandamál á Vesturlöndum, að vísu ekki eins hættuleg og ýmsir vilja vera láta, en þó er nauðsynlegt að skilja orsakir þeirra. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað, voru þjóðir Vestur-Evrópu í sárum eftir ófriðinn og hugsuðu um það eitt að endurreisa borgir og at- vinnuvegi. Bandaríkin voru hinn sterki aðili, sem hafði kjamorkuvopnið í sínum höndum og alla forustu í varnarmálum. Létu Evrópuþjóðir banda- lagsins sér það vel líka. 'Síðustu fimmtán ár hafa verið ár viðreisnar í Evrópu. Þar ríkir velmegun og flest ytri sár ófriðar eru löngu gróin. Vinátta er milli fornra fjandmanna eins og Þjóðverja og Frakka, og ný kynslóð leitar að nýrri stöðu fyrir lönd sín og hina frjálsu Evrópu alla. Þessi breyting hefur valdið því, að Evrópu- þjóðir gerast sjálfstæðari gagnvart Bandaríkjun- um í vamarmálum en áður og sætta sig ekki leng- ur við, að stjóm þeirra mála sé öll í Hvíta húsinu. Þess vegna komu Frakkar upp eigin kjarnorku- vopnum og Þjóðverjum finnst sér misboðið, ef þeir ekki geta staðið Frökkum jafnfætis. Bandaríkja- anenn gerðu tillöguna um kjamorkuflota til að veita Þjóðverjum og öðrum Evrópuþjóðum hlut- deild í kj arnorkuvopnum, án þess beinlínis að fleiri þjóðir fengju slík vopn alveg í hendur. Þannig eru hinar sögulegu orsakir þeirra deilu mála, sem uppi eru innan Atlantshafsbandalags- ins. Sams konar þróun hefur orðið í Austur- Evrópu, þar sem leppríki Rússa hafa með vaxandi velmegun sýnt aukið sjálfstæði og reynt að fara sínar leiðir í ýmsum málum. Kveður svo rammt að þessu, að hæpið er að tala um kommúnistaríkin sem eina, órjúfandi heild í öllum málum. Þrátt fyrir vandamál innan Atlantshafsbanda- lagsins er öruggt, að varnarmáttur bandalagsins er enn meira en nægur til að gegna hlutverki sínu, og bandalagsþjóðirnar mundu standa saman, ef á einhverja þeirra yrði ráðizt. Þess er hollt að minn- ast, að de Gaulle varð fyrstur manna til að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við Bandaríkin, þeg- ar kjarnorkustyrjöld vofði yfir út af Kúbu. Þá hurfu Önnur deilumál fljótt í skuggann. Öll eru þessi mál merki breyttra tíma austan og vestan járntjalds. Sem betur fer reyndist heim- ur kalda stríðsins ekki til frambúðar, og nú er um það teflt frá Moskvu til Washington, hvað við taki næstu áratugi. Bjarnaborg og turninn á Dómkirkjunni ÞRISVAR SINNUM á þessu ári hef ég minnst á Bjarnaborg' fjöl- býlishús borgarinnar. Bjarni Jóns- son, einn af helztu framfaramönn- um bæjarins, byggði það 1902, en hann byggði upppundir 150 hús í Reykjavík á sínum tíma, var ákaf- ur heimastjórnarmaður og fátækra fulltrúi um skeið, hafði Iánstraust á bankanum, en var útilokaður frá honum, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn náði tökum á peningastofnun- inni í gamla daga, og voru það hefndir og allt fór um koll hjá Bjarna, enda hafði hann og haft býtti á húsum í Reykjavík fyrir jarðir, hélt að jarðirnar væru ör- uggastar. BJARNI VAR STÓRHUGA mað ur eins og sést á Bjarnaborg, því að enn er hún að ytra útliti, það er að segja, þegar henni er vel við iialdið, eitt af veglegustu hús- unum í borginni. En á viðhaldið hefur viljað skorta, enda býr þarna yfirleitt fátækt fólk. Þegar Bjarni byggði húsið tók hann úpp það nýmæli að reisa skúrbyggingar og stúka þær af svo að hver íbúi fengi sina geymslu. Ekki hafðit ver ið hróflað við þessum skúrum í portinu í 63 ár og var hörmulegt um að litast. ÉG SKRIFAÐI um þetta og inn- an tíðar var skrapað svolítið til og riflð í sundur, en aðeins það, sem blasti við augum þeirra, sem fóru um Hverfisgötu. Nú er búið að loka portinu og skulum við vona að eitthvað sé verið að laga til, Þá er búið að mála Bjarnaborg' og lagfæra glugga, svo að nú er hún spariklædd. ÉG SÁ ALDRAÐAN son Bjarna, listrænan mann og eldhuga, vera að skoða húsið einn daginn og var hann með myndavél, langar víst til að taka myndir af húsinu I spart fötunum, en liann er áhugasamur ljósmyndaTi, listmálari, mynd- höggvari, ferðalangur — og tré- smiður. Hann sendir mér eftirfar- andi línur um turninn á DómkirkJ- unni: J. B. SKRIFAR: „Mér hefir þótt vera furðu hljótt um Dómkirkju- turninn. Það er mál, sem ég vildl lítillega ræða við þig, Hannes minn. Ég held mig bresti nú þol- inmæði til að þegja öllu lengur. Hann er nú búinn að standa frfi því fyrstá, og að mínum dómi al- drei verið reisulegur, og er leitt til 'þess að. vita, þar sem kirkjan sjálf er mjög falleg. ER NÚ EKKI KOMINN tími tll að fara að skoða hug sinn um breytingu á turninum? Til er hia Framliald á 5. síðu. KEFLVÍKINGUR, FYRSTA SKIP AF10 SEM SAMIÐ HEFUR VERIÐ UM SMlÐI Á Reykjavík, 7. nóv. - ÁG KEFLVÍKINGUR heitir nýr bátur, sem k'om til Reykjavíkur um helg- ina. Er hann einn af 10 bátum, sem samið var við Austur-Þjóð- verja um smíði á. Bátarnir verða smíðaðis hjá Veb Elbe-Werft í Austur-Þýzkalandi. Desa hf. hefur annast samninga um kaup skip- anna, en kaupendur þeirra eru út- gerðarfyrirtæki á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Eskifirði, Hnífs- dal, Ilúsavík, Keflavik, Neskaup- stað, Rcykjavík, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Skipin verða afhent á tíma- bilinu nóvcmber 1964 til apríl 1965. Tveir aðrir bátar eru vænt- anlegir innan skamms, Halkion, sem fer til Vestmannaeyja og Krossancs, sem fer til Eskifjarðar. Keflvíkingur er fyrsta skipið af þessum hópi. Er það eign fyrir- tækisins Keflavík hf. Skipstjóri er Einar Guðmundsson, sem áður var með Hilmi II. í viðtali við frétta- menn á laugardag, sagði hann, að ; þeir hefðu lent í mjög slæmu veðri I á leiðinni lieim, og orðið að lóna við Færeyjar. Hefði Keflvíkingur þá reynst liið bezta sjóskip. Keflvíkingur er 260 rúmlestir, búinn 660 ha. Lister-aðalvél og tveimur 62 ha. hjálparvélum. í skipinu eru 2 Simrad síldarleitar- tæki frá Simonsen Radio A/S í Noregi. Annað þeirra er af nýrri gerð, og getur leitað á mun stærra svæði en þau tæki, sem notuð hafa verið til þessa. í skipinu er „hydr- auliskur krani fyrir kraftblokkina. Krana þennan hafa Rapp Fabrik- ker A/S í Noregi smíðað, og er Keflvíkingur fyrsta íslenzka fiski- skipið, sem hefur slíkan krana, Ganghraði Keflvíkings reyndist 10.6 mílur. Hann mun geta boriO um 1800 mál af síld. Kostnaðue við smíði skipsins var um millj. krónur. Skipin 10 verða öll smíðuð eftÍE sömu teikningunnl. Skipaskoðun* arstjóri, Hjálmar R. Bárðarso* skýrði fréttamönnum frá þvi, aO við smíðina væri farið eftir ölluns Framhald á 5. síðu. 2 10. des. 1964 - ALÞÝ0UBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.