Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 9
timiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiuiiiiiiiiii ,f
ilbúnar |
fjafir
hefst „patent prjónið" á 5 cm. i
Jtafla. Á 1. pr. eru teknar úr |
með jöfnu millibili 6 lykkjur (96 i
1. á). Þegar prjónaðir hafa verið i
5 cm. hefst garðaprjón aftur og \
prjónað á eftirfarandi hátt: É
Prjónaðar 42 1., þá 6 sinnum |
2 1. saman 42 1. Þessi úrtaka \
endurtekst þrisvar sinnum í við- i
bót. Þá prjónaðar 32 1. fjórum |
sinnum 2 1. saman og 32 1. End- i
urtekið 4 sinnum í ■ viðbót. Þá i
prjónuð gataröð: 2 1. saman og |
bandinu brugðið yfir. Bandið i
prjónað á næsta pr. Á 2. pr. tekið I
úr 8 sinnum með jöfnu millibili. \
Þá garðaprjón áfram 8 cm. og i
fellt af. Saumaðir saman á il- |
inni. Hekluð pinnaröð, þar sem I
prjónin koma saman. (Eins og i
myndin sýnir). Band eða teygja • i
dregin í götin. |
dúkur
aðir. Fyrirmyndin getur einnig
verið bakkaservíetta eða litlir
dúkar hafðir undir diska á mat-
borðið.
iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiÞ''
Utgáfubækur Skuggsjár
Síðasta útgáfubók forlagsins á
þessu ári er Árin sem aldrei
gleymast, ísland og heimsstyrj-
öldin síðari, eftir Gunnar M.
Magnúss.
Árin sem aldrei gleymast er
saga hernámsáranna. Þetta er
mikil bók og stór, með fjölda
mynda frá þessum eftirminnilegu
árum. Hér er sagt frá stórvelda-
njósnum á íslandi, frá mestu sjó-
orustu veraldar, sem hófst við ís-
tandsstrendur, frá mannfórnum
íslendinga á styrjaldarárunum og
frá hinum frækilegu björgunar-
afrekum þeirra á sama tíma. Þá
er sagt frá blóðblöndun og á-
standsmálum svokölluðum, frá
Arctic-málinu og fangelsunum á
Kirkjusandi og síðast en ekki sízt
er sagt frá hernámsdeginum 10.
maí 1940.
í fararbroddi, ævisaga Haralds
Böðvarssonar er skráð af Guð-
mundi G. Hagalín. Haraldur Böðv-
arsson útgerðarmaður á Akranesi
er svo landskunnur, að ekki er
þörf á að kynna hann hér. En.
þetta er stór og mikil bók, sem
lýsir jrel lífsbaráttu þeirrar kyn-
slóðar, sem nú er óðum að hverfa
af sjónarsviðinu og baráttu dug-
mikils framfara- og framkvæmda-
manns við uppbyggingu einnar
merk".stu útgerðarstöðvar á landi
hér. Pún lýsir einnig hinum stór-
stígu og öru breytingum, sem orð-
ið h;;fa í útgerðarmálum lands-
manna og hvernig hagsýnn og dug
mikill athafnamaður snýst við
þeim.
KaH er við kórbak heitir sjálfs-
ævisaga Guðmundar J. Einars-
sonar bónda á Brjánslæk á Barða-
strönd.' Guðmundur hefur frá
mörgu að segja á sjó og landi, ut-
anlands og innan. Frásögn hans er
hressileg og einörð, rætnislaus og
glettin, enda er Guðmundur
gæddur næmu skopskyni. Drýgst
verður þó á metunum hugsjóna-
bundin tryggð hans við moldina
og sveitina sína.
Valt er veraldar gengið heitir
ilokabindi ætt4<rsugu, sem E'lín-
borg Lárusdóttir, hefur skrifað.
Segir hér enn sögu Dalsættarinn-
ar og einkum þó sona þeirra Dals-
hjóna. Skáldkonan vefur inn í frá-
sögn sína aldarfars- óg þjóðlífs-
lýsingum og sögum, sém lifað hafa
á vörum fólksins, einkum þó úm
æt.tföðurinn, Hákon ríka í Dal.
Kynlegir kvistir er safn ís-
lenzkra þátta úr ýmsum áttum,
sem Ævar Kvaran hefur tekið sam-
an. Er hér sagt frá íslenzkum körl-
um og konum, frá ýmsum tímum,
sem um margt voru öðruvísi en al-
mennt gerðist og bundu ógjarnan
bagga sína á sama hátt og aðrir
samferðamenn.
Þanin segl heitir ný bók eftir
Aksel Sandemose. Sandemose er
einn mesti ritsnillingur Norður-
landa og er í rauninni furðúlegt,
að ekkj skuli fyrr hafa verið þýdd
eftir hann þók á íslenzku. Þanin
segl er sjómannabók, — saga
uppreisnarinnar á barkskipinu
Zuidersee, —: frásögn sjónarvotts
af því, sem raunverulega skeði áð-
ur en skipið strandaði á Novo
Scotiaströnd um nýársleytið 1908
og hinum furðulegu atburðum
sem strandið orsakaði.
Gull- og Grávara eftir Peter
Freuchen er saga um gullgrafara
og veiðimenn, sem bjuggu^ „243
mílur fyrir norðan lög og rétt”.
Freuchen kunni alltaf bezt við sig
á norðurslóðum, og þá var hann í
essinu sínu, er hann var meðal
gullgrafaranna í Norðvestur-Kan-
ada. í slíku umhverfi naut frá-
sagnargleði hans og glettnisleg
kýmni sín bezt.
Tvær þýddar skáldsögur eru
meðal Skuggsjár-bókanna í ár. —
Höfn hamingjunnar,
fjallar um lækna og hjúkrunar-
konur og er eftir enéku skáldkon-
una Theresa Gharles, sem hér á
landi hefur orðið mjög vinsæl af
fyrri bókum sínum, einkum þó
bókunum „Falinn eldur“, „Tví-
sýnn leikur“ og „Lokaðar leiðir“.
Með. eld í æðum eftir Carl H.
Paulsen. Er það dönsk herragarðs-
saga um æskufólk og ástir.
Stofublóm í Litum eftir Ingi-
mar Óskarsson er 5. bók forlags-
ins í bókaflokknum ^Úr ríki nátt
úrimnar“. Áður er útkomið í sama
flokki: „Fiskar í litum“, „Garða-
blóm í litum", „Tré og runnar í lit-
um” og „Villiblóm í litum“. Stofu-
blóm í litum er handbók ætluð
þeim, sem yndi hafa a'f ræktun
blóma innanhúss og fræðast vilja
um meðferð þeirra og áburðarþörf.
í bökinni eru 372 litmyndir, sem
auðvelda mjög hotkun bókarinnar
og auka á notagildi hennar.
KARLOTTA LÖVENSKJÖLD
Reykjavík, 7. des. — ÓJ.
Bókaútgáfan Setberg hefur
gefið út skáldsögu eftir Selmu
Lagerlöf, Karlottu Lövenskjold, í
þýðingu Arnheiðar Sigurðardótt-
ur. í formála segir þýðandinn af
ævi og verkum skáldkonunnar
sem fæddist 1858, hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels 1909, var
1914 kjörin í sænsku akademíuna
fyrst kvenna og dó 1940. Karlotta
Lövenskjöld er hluti sagnabálks
sem varð lokastig sagnagerðar
hennar og hefur af ritskýrendum
verið jafnað til Gösta Berlings
sögu og Jerúsalem, frægustu
verka hennar sem bæði hafa ver-
ið þýdd á íslenzku. Karlotta Löv-
enskjöld gerist á svipuðum tíma
og Gösta Berlings saga og í sama
umhverfi. „En þessi saga er ekki
sveipuð neinum rómantískum
töfrum eins og hið fræga byrj-
endaverk skáldkonunnar. Miklu
fremur er hún lofsöngur til hvers
dagslífsins — vitnisburður um
sigur skynsemi og raunhyggju
yfir öfgum og draumórum,” segir
þýðandi. — Bókin er 259 bls. að
stærð, preníuð í Setbergi, frá-
gangur vandaður.
fBALLERUP)
S MASTER MIXER T"
J
N .J
J
Hrærivélar
Master Mixer og
Ide^l Mixer hræri-
vélar eru seldar gegn
afborgun.
Ballerup-vélarnar
eru öruggasta og
ódýrasta húshjálpin.
Eins árs ábyrgð.
Varahlutir ávallt
fyrirliggjandi.
Símar 1-33-33 og 1-16-20.
LUDVIG
k
STORR
Hefí opnað
NÝLENDUVÖRUVERZLUN
að Miðtúni 38 á horni Nóatúns og Miðtúns.
Gjörið svo vel og reynið viðskiptin.
Verzlun
ÁRNA BJARNASONAR
Miðtúni 38 — Sími 23097.
Skrífstofustúlka
Skrifstofustúlka helzt vön almennum skrif-
stofustörfum og með vélritun^kunnáttu,
v óskast til starfa strax.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni.
Sláturfélag Suðurlands.
Símaskráin 1965
SÍMNOTENDUR, munið að frestur til að
senda inn breytingar við símaskrána rennur
út í dag, sbr. auglýsingu í dagblöðunum 29.
nóvember s.l. Allar breytingar eiga að vera
skriflegar.
BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR.
Auglýsingasími
ALÞÝÐUBLÁÐSINS
er 14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. des. 19B4 9