BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Page 13

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Page 13
Tími vetrardekkjanna nálgast Hvers konar dekk á að kaupa Nú líður að því, að menn fari að huga að kaupum á vetrarhjólbörðum eða skipta um - af sumardekkjum yfir á vetrardekk. Þá koma upp spurningar varðandi öryggi í vetrarum- ferð og hvernig besti búnaðurinn í umferðinni sé til þess að forðast slys eða verða slysavald- ur, ef menn eru á vanbúnum bílum í umferð- inni. Fyrst verður fjallað um kaup á hjólbörð- um, sóluðum eða nýjum og síðan naglar teknir fyrir, hvort þeir eigi að vera í hjólbörðunum eða ekki. Hér á landi er meira keypt af sóluðum hjól- börðum en nýjum. Segja sumir, að um 80% af markaðnum séu sóluð dekk og afgangurinn ný dekk og notuð innflutt. Þessi venjulegu 13 tommu dekk, sem notuð eru undir allflesta fólksbíla kosta frá 1800 kr. til 2300 kr. sóluð. Ný dekk kosta einum þriðja meira eða um 3000 kr. til 3400 kr. Lætur nærri að ending nýrra hjólbarða sé um einum þriðja lengri heldur en sólaðra. Gæði á sóluðum hjólbörðum hafa batnað mikið á síðustu árum og það kemur ekki fyrir nú orðið, að barðinn losni af belgnum eins og stundum gerðist fyrst. Kvartanir eru um 1- 2% af heildarsölu á sóluðum hjólbörðum og þær yfirleitt teknar til greina og menn fá þá nýja í staðinn. Ef menn vilja vera þjóðhollir og styrkja innlendan iðnað, ættu þeir að kaupa sóluð dekk, þar sem þeir eru ekki að kaupa köttinn í sekknum með því. Erfitt er að segja til um meðal endingu hjól- barða. Sumir segja, að venjulegir sólaðir hjól- barðar ættu að geta enst í tvo vetur og eitt sumar. Hins vegar fer slit á hjólbörðum mikið eftir aksturslagi viðkomandi og hjólbarðar sem settir eru undir sams konar bíla á sama tíma, geta verið mismunandi slitnir eftir vet- urinn, þótt um álíka marga ekna kílómetra hafi verið að ræða. Allt fer það eftir því, hvort verið er að spyrna mikið, gefa í í beygjum, hemla skarpt, eða hvað það annað, sem eykur slit að óþörfu. Því er erfitt að tala um slit. Slíkt fer eftir aksturslagi hvers og eins. Undanfarið hafa verið auglýst notuð inn- flutt dekk, sem hafa verið seld hér með veru- legum afslætti. Var það samdóma álit flestra gúmmíkarla, að menn skyldu ekki kaupa not- uð dekk. Sum hver væru undan bílum, sem hefðu lent í óhöppum og gætu hafa skaddast án þess að það væri sýnilegt í upphafi. Síðan gerðist það oft, að þessir leyndu gallar kæmu fram og þá væri ekki gerlegt að gera neitt í þeim málum, þar sem þau væru seld notuð og því ábyrgð ekki fylgjandi þeim. Jafnframt gætu þetta verið gölluð dekk í framleiðslu, sem hefðu verið tekin undan eftir stutta notk- un og framleiðendur eða aðrir að reyna að koma þeim í verð með því að selja þau til íslands. Hins vegar væru alltaf undantekn- 13

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.