BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Síða 13

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Síða 13
Keflavíkurvegurinn Það var fyrst á árunum 1962-1966 sem við íslendingar gátum státað af því að eiga hrað- braut, en það var þegar Keflavíkurvegurinn var steyptur. Síðan hafa íslendingar allflestir „tryllt“ eftir þeim vegi og notið góðs af, því að þessi vegur hefur malað gull í Þjóðarbúið varðandi minna slit á bílum og viðhald vegar- ins. Jafnvel hefur mönnum þótt Keílavíkur- vegurinn það eftirtektarverður að menn hafa samið ljóð og lag um hann, sem gefið var út á hljómplötu. Hins vegar hefur mönnum þótt á stundum að vegurinn hafi tekið full mikinn toll í mannslífum og óhöppum. Verður aðeins tekið fyrir í þessum pistli, hvað gert hefur ver- ið til þess að minnka slysatíðni á veginum. Um 4000 bílar fara Keflavíkurveginn að meðaltali á dag og því ekki nema að vonum að óhöpp hendi. Til samanburðar má geta þess, að rúm 2000 fara um Suðurlandsveginn að Þrengslum og um 8000 bílar um Vesturlands- veg milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Frá því að vegurinn var steyptur hefur hann verið fræstur einu sinni, árið 1982. Þá voru 4 sm heflaðir í burtu en heildarþykkt vegarins var 22 sm í öndverðu. Frá árinu 1982 hefur aftur myndast slitfar eftir hjólbarða bifreiða, svo að aftur er þörf á að hefla, til þess að ekki myndist vatnsagi í hjólförunum, en þá er hætta á að bíll á miklum hraða fljóti ofan á vatninu í hjólförunum, ef snögglega er hemlað og hætta á að menn missi stjórn á bifreiðinni. Því líður að því, að gera þurfi verulegar endurbætur á veginum þar sem hann yrði of þunnur, ef aftur yrði fræst ofan af honum til þess að nema í burtu hjólförin og fá veginn aft- ur sléttan. Steypan, sem notuð var í veginn endist um þrisvar sinnum lengur heldur en malbik og því þarf lagið, sem sett verður ofan á að vera sterkt. í því sambandi er Vegagerðin að reyna mismunandi slitlög á eins kílómetra löngum kafla hjá Kúagerði. Er þar um að ræða venju- legt malbik og gúmímalbik, sem er 3 sm þykkt. í vetur verða síðan gerðar tilraunir á þessum kafla, hvernig þessi mismunandi slit- lög endast með slitmælingum svo og hvernig Svipmynd frá Keflavíkurveginum (sem reyndar heitir Reykjanesbraut) hjá Kúagerði. Hraunið sem sést á myndinni er Afstapahraun sem rann á fjórtándu öld. 13

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.