BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Síða 6

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Síða 6
Eru karlar betri ökumenn en konur? Margt bendir til þess samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagvangur gerði fyrir Bindindisfélag ökumanna Ýmislegt athyglisvert kom fram í könnun á akstri og umferðaróhöppum sem Hagvangur gerði fyrir Bindindisfélag ökumanna, meðal annars að konur aka mun minna en karlar en þær lenda jafn oft og þeir í óhöppum. Könnunin var gerð í febrúar og svör fengust frá 775 körlum og konum á aldrinum 18-67 ára. Allir þátttakendurnir voru spurðir hve mikið þeir aki sjálfir að jafnaði á hverju ári. Þeir sem sögðust aka eitthvað voru síðan spurðir hvort þeir hefðu lent í umferðaróhappi á síðasta ári, sem ökumenn. Um 97% karla aka en aðeins 78% kvenna (sjá töflu 1). Hlutfallið er mjög svipað í öllum aldurshópum karla en hjá konum er hlutfallið um 90% fram yfir fertugt en fer niður í 30% eftir sextugt (sjá töflu 2). Nær enginn munur er á því eftir búsetu hve hátt hlufall karla er akandi en nokkur munur hjá konum. Um 77% kvenna á höfuðborgarsvæðinu aka, um 84% kvenna á öðrum þéttbýlisstöðum en aðeins 61% kvenna í dreifbýli. Þær konur sem aka á annað borð aka mun minna en karlar. Karlar aka að meðaltali um 18.600 km á ári en konur um 8.100 km. Lítill munur er á meðalakstri eftir aldri (sjá töflu 3). Þrátt fyrir það að konur aki mun minna en karlar lentu um 13% þeirra í umferðaróhöpp- um á síðasta ári sem ökumenn, en það er sama hlutfall og hjá körlum (sjá töflu 4). Þetta sam- svarar því að áttundi hver ökumaður hafi lent 1 umferðaróhappi á síðasta ári. Óhappatíðnin er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu en ann- ars staðar á landinu (sjá töflu 5). Óhöppum fjölgar ekki í beinu hlutfalli við það hve mikið er ekið. Um 11-14% þeirra sem aka allt að 30 þús. km á ári lenda í óhöppum, 19% þeirra sem aka 30-40 þúsund km og um 22% þeirra sem aka meira en 40 þúsund km á ári. Þegar litið er á aldur þeirra sem lentu í óhöppum í umferðinni á síðasta ári kemur greinilega í ljós að yngstu og elstu öku- mönnunum er hættast í umferðinni (sjá töflu 6). Nær annar hver ökumaður 18—20 ára lenti í óhappi, innan við tíundi hver á miðjum aldri og um fimmti hver eldri en sextugur. í allra yngsta aldurshópnum er körlunum hættara en konunum en á sjötugsaldri er konunum hættara. Könnunin náði ekki til 17 ára ungl- inga, sem eru nýkomnir með bílpróf, en þrír af

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.