BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Síða 14
Frá Umferðarráði
Mikið í húfi
Þeir sem starfa að umferðarmálum hafa
haft miklar áhyggjur af tilkomu bjórsins. Ótt-
inn stafar af því að líkur á ölvunarakstri
munu væntanlega aukast með þessari viðbót
við áfengisframboð hér á landi.
Umferðarráð byrjaði að fjalla um þetta efni
í nóvember á síðasta ári. Þá ályktaði ráðið um
þetta efni og lagði til að á bjórumbúðir yrðu
settar merkingar þar sem varað yrði við
akstri eftir bjórneyslu. Fjármálaráðherra,
dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra
var send þessi ályktun og óskað eftir að af-
staða yrði tekin til hennar. Ekki hafa borist
svör við þessari ósk og bjórsalan er hafin.
Umferðarráð hefur leitast við að koma þeim
skilaboðum til landsmanna á síðustu vikum
að bjórdrykkja og akstur eigi ekki samleið.
Það hefur verið gert með ýmsum hætti, en
hæst ber áreiðanlega lag Valgeirs Guðjóns-
sonar - Ég held ég gangi heim. Boðskapur
þess er einfaldur og framsetningin skemmti-
leg og víst er að skilaboðin virðast hafa náð til
almennings á þeim vikum sem liðnar eru frá
1. mars.
Lögregla hefur haft meira eftirlit með ölv-
unarakstri en endranær, en svo virðist sem
ölvuðum ökumönnum fjölgi ekki. Það ber þó
að hafa í huga, að þetta eru fyrstu áhrifin.
Áróður hefur verið öflugur og skýr, en margir
óttast að þetta sé aðeins lognið á undan storm-
inum. Þegar frá líði aukist ölvunarakstur og
þá um leið slys sem honum fylgja.
Það er raunar ótrúlegt hversu margir eru
teknir á ári hverju fyrir ölvun við akstur.
Flestir vita hverjar afleiðingar hann getur
haft og þeir eru ótrúlega margir sem tilbúnir
hafa verið til að vitna um það. Ölvunarakstri
getur fylgt mannlegur harmleikur sem fylgir
fólki það sem það á ólifað. Með honum geta
menn lagt Qárhag sinn í rúst og það sem meira
er - valdið ógæfu sem ekki er hægt að bæta.
Næstu mánuðir eru mikilvægir. Sumarið
getur orðið prófsteinn á hvort bjórinn eigi eftir
að valda óbætanlegum skaða í umferðinni eða
hvort íslenska þjóðin eigi eftir að líta á hann
eins og hvert annað áfengi og láta vera að aka
bíl eftir bjórdrykkju. Umferðarráð heldur
áfram baráttu sinni gegn ölvunarakstri, bar-
áttu fyrir auknu umferðaröryggi til handa
þegnum þessa lands. Það gerist með áróðri,
fræðslu, virkri löggæslu og vakandi umræðu
manna á meðal. Mikið er 1 húfi.
Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi.
Ég held éggangi heim
held ég gangi heim . . .
þetta er búið að vera
eitt brjálæðislegt geim
Ég held ég gangi heim . . .
Alveg skothelt kvöld
og skemmtilegt fólk
sem skálaði í öllu
öðru en mjólk.
Kjálkaliðnum kjöftuðu
sig allir úr
og Indriði var orðinn
alveg hrikalega klúr.
Égheld . . .
Tvíburarnir æfðu
í sófanum svig
og sungu lög eftir
Bubba, Megas og mig.
Milliraddir flæddu
úr munnunum út
og Matthildur lék undir
á tóman flöskustút.
Ég held . . .
Laufey er að
hringja á leigubíl
Hún vill losna sem
fyrst við þennan skríl.
Eysteinn vildi ólmur
aka afstað,
en amma gamla í kjallaranum
bannaði’ honum það.
Ég held ég gangi heim . . .
Égheld . . .
Allir hlutir enda
og eins þetta kvöld
allur bjórinn búinn
og pizzan skítköld.
En bíllyklarnir eru
enn á sínum stað
og það ernú það
er nú það er nú það.