Skólablaðið - 01.07.1910, Qupperneq 1

Skólablaðið - 01.07.1910, Qupperneq 1
SKÓLABLAÐIÐ t,s FJÓRÐI ÁRGANGUR 1910. Reykjavík, 1. Julí. 7. tbl. Draumur eftir Olive Screiner. (Úr Kringsjaa.) Kona nokkur sat fyrir opnum glugga. Hún fór eigi ein- «ömul, og bjóst hún við að verða innan skamms Iéttari. Börn- in léku sér úti fyrir undir stóra kastaníutrénu og heyrði hún lætm og galsann í þeim inn. Það var svo heitt í kvöldkyrðinni; ■enginn andblær til að svala manni. Býflugurnar flugu út og inn um gluggann, gular upp að hnjám af blómdufti og suðuðn svo blítt og ánægjulega. Hún sat á fótskör við borðið og var að bæta sokkaplögg. Sokkarnir, sem bæta átti, lágu flestir í stórri körfu á borðinu, en sumir voru í kjöltu hennar og huldu næstum því bókina sem ‘lá opin undir þeim. Nálin smaug út og inn, títt og reglulega ífyrstu; en smám- sanian rann hávaðinn í kfökkunum og suðan í flugunum saman í eitt fyrir eyrum hennar og nálin fór að smáhægja á sér. Og býflugurnar flugu þéttar og þéttar umhverfis hana og suðuðu <og suðuðu. 'Seig þá á hana höfgi, svo að hún lagði höndina, er hélt á Sokknum, á borðið, en höfuðið hékk hægt og hægt niður á handlegginn. Til barnanna úti fyrir heyrði hún aðeins eins og í draumi.; virtist henni þau ýmist vera rétt hjá henni, ýmist langt í burtu. Að lokum heyrði hún ekkert til þeirra, en fann aðeins hvernig fimta barnið bærðist undir hjarta hennar.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.