Skólablaðið - 01.07.1910, Page 4

Skólablaðið - 01.07.1910, Page 4
100 SKÓLABLAÐIÐ »Mun hann þá komast vel áfram í heiminum?« »Hann mun ekki komast vel áfram. Margir menn hlaupa í kapp við hann og munu Joeir allir renna á skeiðsenda á und- an honum. Því undarlegar raddir kalla á hann og undarleg ljós blika fyrir augum hans, og hann verður að gefa sér tóm til þess að hlusta. En undarlegast af öllu er þó þetta: Langt burtu hinu megin við sandflákanaheitu þar sem aðrir sjáaðeins gróðurlausar eyðimerkur, þar mun hann sjá blátt stöðuvatn. Á þetta vatn skín sólin sí og æ, og vatnið er blátt eins ogbrennandi »ametyst« og öldurnar hvítar og freyðandi við ströndina. Land mikið liggur hinu megin við vatnið og á fjallatindunum blikar sem rauðagull.« V »Kemst hann þangað?« Draummaðurinn brosti einkennilega. »Er þetta verulegt land?«, spurði móðirin. »Hvað er verulegt?« —- svaraði draummaðurinn. Þá leit hún í augu honum og mælti: »Þú skalt snerta barnið mitt.« Og hann laut niður, lagði höndina undir brjóst henni, þar sém barnið svaf, og hvíslaði einhverju að því brosandi. Hún heyrði aðeins þetta: »Skaltu hljóta það að launurn að draum- ■arnir þínir verði þér að veruleika.« Þá titraði barnið í hvílu sinni. Og móðirin vaknaði. G. B. íslenskaði. Kaldar kenslustofur. Skólahús í kauptúnum og sjávarsveitum fara óðum batnandi. Gömlu hjailarnir rifnir niður, og ný og hentug skólahús eru reist í staðinn. Timburhús eru að falla úr sögunni. Steinhús koma í staðinn. En húsakynni farskólanna standa víðast hvar í stað. Víðast- hvar, en ekki alstaðar, því að einstaka fræðslunefnd hefur gengist fyrir^því, að reist væru sérstök hús (kensluskýli) í til að halda far-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.