Skólablaðið - 01.07.1910, Page 11

Skólablaðið - 01.07.1910, Page 11
SKOLABLA ÐIÐ 107 t Eggert Helgason ■frá Helguhvammi er ný látinn, rétt áttræður. Hann var elsti barna- kennari landsins; fór þó ekki að fást við barnakenslu að stað- aldri fyr en á fullorðins árum; en hann hélt því áfram fram í dauðann, jafnvel í rúminu seinustu árin. Hann mun hafa fengist meira og minna við barnakenslu 30—40 ár. Þegar Eggert hélt gullbrúðkaup sitt, var svo mælt þar nyrðra, að hann hafi verið 50 árum á undan sinum tíma, og þá auð- vitað hafðar í huga verklegar framkvæmdir í búnaði o. fl. En hann var og á undan sínum tíma sem barnakennari. Hann gerði meira til að fræða börnin og móta hugsunarhátt þeirra en kennarar gerðu alment. Hann talaði við börnin til að hafa áhrif á þau; lét sér ekki nægjaað hlýða þeim yfir »utanað-lærðar lektíur.« Betri mann til barnafræðslu hefur að líkindum enginn prestur átt en séra Þorvaldur á Mel átti í gamla Eggert í Helguhvammi. Rökkurstundirnar voru hjá honum drjúgar kenslustundir. Eggert er fæddur 1830. Þá var, eins og kunnugt er, óöld mikil í Húnavatnssýslu. Móðir hans lá á sæng, eftir að hafa alið hann, daginn sem þau voru tekin af Friðrik og Agnes Natans- morðingjarnir. Faðir hans átti að vera þar viðstaddur að boði sýslumanns, eins og aðrir bændur, og fékk Helgi einn bænda leyfi til að fara heim þegar eftir aftökuna, af því að svona stóð á heima; hinir máttu ekki fara fyr en moldun líkanna var lokið. Ekki erfði Eggert ribbaldaskap þeirrar tíðar. Hógvœrð hans og stillingu viðbrugðið, alt eins þá er slegist var upp á hann með ójöfnuði. Hann var á flesta lund vel gefinn, hugvitsmaður mikill og jarðræktar maður með afbrigðum, en ekki síður pennafær; söng- laginn var hann og spilaði á langspil og flautu. Smíðaði sér víst hvortveggja sjálfur. Systursonur hans Ouðmundur Björns- son landlæknir hefur sagt oss, að að flautuna hafi hann smíðað sér úr rokkfæti. Hann smíðaði vatnsmylnu, er svo var fyrir komið að hún stöðvaðist af sjálfri sér, þegar kornið var búið. H-ún

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.