Skólablaðið - 01.12.1910, Side 2

Skólablaðið - 01.12.1910, Side 2
178 SKÓLABLAÐIÐ og þeirra vinnu í vetur. Eg hygg að hugur ykkar margra geti orðið samferða. Það er lífsins gangur, og þá skólah'fsins eigi síst, að menn koma og fara, koma menn í mannastað. Um það er ekki að fást. Eg vona að sú mannræna sé í yður öllum, að þér hafið bæði vilja og viðleitni til að skipa sem best sætin auðu, sem þér setjist í! Svo set eg þá skólann með þeirri ósk — væntanlega sam- eiginlegri ósk vor allra saman — að námstíminn, sem fer í hönd, verði oss öllum til gagns og ánægju! Það er hægt verk að óska, enda verður oft árangurslítið, jafnvel þó að það sé gjört í alvöru. Hverju er það að kenna? Vér kennum það oftast öðrum, en völdum oftast sjálf. Það vantar svo oft frá vorri hálfu, að vér gjörum það, sem í voru valdi stendur, til þess að óskin rætist. Án þess á enginn skilið að fá ósk sína uppfylta. Það er að minsta kosti lang mest komið undir oss sjálfum, livort sú ósk rætist, er eg get nú um, bæði að því er til gagnsins og ánægjunnar kemur af námstímanum. Það er vitaskuld, sem eg eyði engum orðum að, að til þess að kenslan verði að sem bestum notum í því að efla þekkingu og and legan þroska, þurfa kennararnir að vanda kensluna og náms- mennirnir eftirtekt og notfærslu. En námstíminn á að gjöra meira en það; hann á að bæta manninn, Iaga lundina. Það er eigi minna vert, þó að minna sé einatt um það hugsað. Sam- lífið á að æfa oss í því að breyta svo við aðra sem vér viljum að þeir breyti við oss. Skólasamlífið er hentugt til þess. Haf- ið þér veitt því eftirtekt, livað það er, sem oftast skyggir á ánægjuna, og gjörir Iífið leitt? Eg held að það séu ekki harma- sárin djúpu, ekki lífsins þungu sorgir og sáru mein; miklu oftar smámunir einir, ónot, önuglyndi, ertni, ótamin og illa öguð lund sjálfra vor og annara, orðið að óvana, af því að ekki hefur ver- ið hugsað um, hversu ilt það er manni sjálfum, og ekki hirt um, hversu ilt það er öðrum. Það þarf að aga og temjá Iund sína, þegar á unga aldri. Það mundi gjöra lífið mörgum sinn- um ljettara og ánægjulegra. Viljið þér hugsa eftir þessu, ungu menn, sem nú eigið lundina létta og gljúpa, en eigi fullmótaða. Reynið að gjöra skólaviatina að æfingaskóla i því að gjöra hver öðrum lífið létt og ljúft um leið og vér vinnum verk vor með

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.