Skólablaðið - 01.12.1910, Síða 8

Skólablaðið - 01.12.1910, Síða 8
184 SKÓLABLAÐIÐ orðmynda, sem þá eru frummyndir hinna afleiddu orða. Skýr- ingar þessar eru sumar réttar og mega ef til vill auka skilning manna á orðmyndunum, ^n hinar eru þó of margar, seiri ann- aðhvort eru gagnslausar, villandi eða ná engri átt; stundum er óskyldum orðum ruglað saman o. s. frv. Skal eg nefna nókkur sýnishorn til stuðnings þessum dómi. 11. bls. brýr er nú algeng flt. af brá, en ekki að réttu lagi af brún (á auga); brán er í flt. brýri eða brúnir. — — býfa á eflaust ekki skylt við orðið bófi, heldur er að eins yngri eða síðar upptekin mynd af ísl. orðinu pípa, lat. pipa, ít. piva, d. pibe, fhþ. pfífa, nhþ. pfeife o. s, frv. og nrerkir því langa og mjóa leggi. Orðið ber því að rita með í. 1 - 13. bls. drukkur. Þessi orðmynd hefur aldrei verið til, nema sem leifar eldri framburðar á orðinu drykkur (sbr. spurjá =spyrja). 14. bls. dymbiLL á ekki skylt við dumbur, heldur merkir orðið trékólf í klukku o. s. frv. Sbr. dumla og damla. 17. bls. fyldur (um sauðfé). Þetta orð ber að rita fildur, sbr. lat. pellis og lsl. filla (kinnfilla, vaxtgafilla), sem höf. nefnir ekki. 19. bls. geysa og geisa. Þessum orðum er alveg ruglað saman, þótt ólík sé. Sögnin geysa er nær eingöngu höfð í miðmynd: geysast og er í þát. geystist, en hin er í þát. geisaði. Peir geistust á því að vera: þeir geystust. 20. bls. gýgur (=eldvarp). Þetta orð ber eflaust að rita gígur, með því að það er af sömu rót runnið sem örðin gjá (f. gea, gia), geiga, geigur, gína ofl. og táknar op eða tóm (sbr. lat. hiare, hiatus). Samkvæmt þessu ber þá að telja til þessa orðs talsháttinn: vinna fyrir gíg(sbr. grípa í tómt), en höf. nefnir hann undir orðmu gýgur{~tröll- kona) og getur það eigi verið rétt, þvíað þolf. og þáguf, þess orðs er gýgi. 21. bls. heyja á ekki skylt við sögnina hefja og merkir ekkiiað byrja, heldur: að fremja, drýgja, vinna o. s. frv. 23. bls. hnykill. Orðið er ekki afbakað úr hnoða, heldur er það af söniu rót runnið sem: hnúka, hnúkur, hrtokki o. s. frv.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.