Skólablaðið - 01.12.1910, Qupperneq 9
SKÓLABLAÐIÐ
185
— — hreyfa. Hér er rugláð saman sagnorðunum: Hreyfa,
raufa (og rjúfa), sem eru alls óskyld.
29. bls. kyrja á ekki skylt við kár, heldur er sögnin dregin af
grísku orði: kyrios (=drottinn). »Kyrie eleison« eru
upphafsorð messusöngs í kaþólskum sið.
33. bls. rnynd. er eflaust ekki dregið af muna, heldur af mund
(hönd).
— — mynnast (kyssa) er aldrei skrifað svo í fornu máli, held-
ur ávalt minnast og virðist eigi vera skylt orðinu munn-
ur, enda var til í fornmálinu annað orð, koss og kyssa,
um athöfnina að leggja munn við munn. Sagnorðið
minnast er dregið af minni (sbr. muna og munur
=hugur) og er rót þessara orða: men til íflestum mál-
um, er skyld eru íslenzku.
— — murkur. Sú orðmynd hefur aldrei verið til, heldur er
myrkur f. mjorkur (sbr. þykkur f. þjokkur).
39. bls. skylmast er dregið af fornri orðmynd skolm-r, en ekki
af skálm, þótt þessi orð kunni að vera skyld.
42. bls. stryk og stryka (t. d. pappír) er ekki dregið af strjúka,
heldur eru þessi orð af sömu rót runnin sem norska
orðið strik, sæn. streck, d. streg og þ. streich. Rót þess-
ara orða er í lat. strig. Því ber að rita strik og strika.
47. bls. ýlfra og ýlfur ætti heldur að rita ýlfra og ylfur, með
því að þau eru dregin af hinni fornu orðmynd ulf-r
(ekki hinni nýju mynd þess: úlfur).
49. bls. ýtar (þ. e. menn). Orðið er á engan hátt skylt þjóð ir-
heitinu Jótar, heldur beint flt. af ýtir, sem er gernefni
af sögninni ýta (þoka til, setja fram t. d. skip)afáo. út.
52. bls. Atlanzhaf verður, til þess að halda samræmi við önnur
orð, að rita Atlantshaf. Rót orðsins (Atlas) er Atlant
(sbr. Flóvent í ef. Flóvents, ekki Flóvenz).
Vera má, að það sé prentvillá, er stendur á 55:. bls., að
hélzt sé fyrir héldst; það á að vera héltst; dæmið aftari við er
líka rangt (helzt fyrir hélzt). Á 57. bls. er reizt af sögninni ríta,
en ekki af rita. Á 60. bls. er úrelzt af sögninni úreldast, en
ekki úreltast.
Leiðinleg bögumæli eða rangar orðmyndir má helzt télja