Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ
189
kenslan á að byrja og kennarinn þarafleiðandi missir af
atvinnu?
Á kennarinn ekki heimting á skaðabótum, eða að honum
verði að fullu borguð la.'.nin, ef nefndin hefur engar sakir á
hendur kennaranum?
2. Hvað á fræðslu- eða skólanefnd að gera í samskonar tilfelli
gagnvart kennara?
Svar:
1. Með málsókn fyrir samningsrof.
2. Sömuleiðis.
í 10. tölubl. Skólablaðsins er skýrt frá ýmsu úr skýrslum
um barnafr. 1909—10. Það er meðal annars sagt að í Svarfaðar-
dals og Arnarness-hreppi í Eyjafjs. hafi verið »haldið uppi tveim
fullkomnum farskólum í hvorum hreppnum fyrir sig.« Af styrk-
veitingunni sést, að hreppar þessir hafi hvor um sig hlotið nær
því helmingi hœrrí styrk, heldur en hver annar hreppur á öllu
landinu sem mest fékk — að einutn undanskildutn. Mig furðaði
á þessu, því eg áleit að eg væri ekki alveg ókunnugur fyrir-
komulagi barnafræðslunnar í nefndum hreppum.
Ummæli blaðsins benda til þess, að þetta Iiggi [í fyrirkomu-
laginu (þótt barnatalan sé auðvitað há), og að hvergi annarstaðar
á landinu hafi verið fullkomin farskólakensla.
Nú væri gott ef Skólablaðið vildi gera svo vel að skýra
frá, í hverju þetta fullk. fyrirkomUlag er innifalið, svo önnur
fræðsluhéruð geti tekið það til fyrirmyndar. —
Kennari.
Svars Hreppur, eða fræðsluhérað, sem heldur 2 kennara
í 6 mánuði fyrir að minsta kosti lögboðið kaup, löglega ráðna
og hefur tvenn fullkomin farskóla-kensluáhöld, er talið að haldi
uppi 2 farskólum. Þetta hafa framannefndir hreppar gert síðast-
liðinn vetur, samkvæmt skýrslunum, og gátu því fengið »alt að
200 kr. fyrir hvorn farskólann,« (sbr. fjárlög) eða alt að 400 kr.
hvor hreppur. Þeir fengu kr. 375 hvor eða að meðaltali kr
187,50 til hvers skóla. Einir 12 farskólar annarstaðar á landinu