Skólablaðið - 01.12.1910, Side 14

Skólablaðið - 01.12.1910, Side 14
190 SKÓLABLAÐIÐ fengu 200 kr. hver. Styrknrinn fer mikið eftir kensluviknafjölda og nemendafjölda; en ýmislegt fleira kemur og til skoðunar. Auglýsing um skilyrði fyrir styrkveiting úr landsjóði til unglingaskóla 1. Kenslan verður að fara fram í sæmilega góðum húsakynn- um, svo að heilsu nnglinganna sé eigi misboðið af skorti á Ijósi lofti né hita. . , ' 2. Við kensluna verður að hafa nauðsynleg kensluáhöld, að , minsta kosti þau, er fyrirskipuð eru við heimangöngu-barna- skóla. ■ 3. Kenslunni sé hagað eftir reglugjörð, sem stjórnarráðið hefur samþykt. 4. Skólinn standi að minsta kosti 3 mánuði ársins samfleytt, og njóti kenslu að minnsta kosti 12 tinglingar allan kenslu- tímann í öllum þeim námsgreinum, sem kendar eru. En þessar greinar skulu vera skyldunámsgreinar: 1) Móðurmál, 2) náttúrufræði, 3) landafræði, 4) saga, 5) stærðfræði (þar á meðal reikningsfærsla, rentureikningur og félagsreikningur). Svo skal og kenna söng, leikfimi og teiknun, þar sem nokkur tök eru til þess. 5. í lok skólaársins sé haljdið próf að viðstöddum 2 prófdóm- ,.endum, er sýslunefnd kýs. 6. Umsóknarbréfum til stjórnarráðsins um styrk úr landssjóði til unglingaskóla skal fylgja skýrsla um kensluna og prófið. svo og um skólahúsið og kensluáhöld, og eiga prófdóm- endur að rit'a nöfn sín á hana til staðfestingar ásamt kenn- , urunum. Svo ber og að senda nákvæman reikning yfir reksturskostnað skólans. Nú fullnægir skólinn þessunt ákvæðum, og fær hann þá styrk úr landssjóði, er einkum miðast við lengd kenslutímans og nejnandafjölda; Y> ' . / stjórnarráði íslands, 6. septbr. 1910.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.