Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 15
SKÓLABLAÐIÐ 191 Stjórnarráðið gaf út 18. sept. 1906 auglýsingu um skilyrði til bráðabyrgða fyrir styrkveitingu úr landsjóði til unglingaskóla. Þar var nieðal annars áskilið, að skólarnir stæðu 5 mánuði árs- ins; en þetta ákvæði hefur reynst erfitt til framkvæmdar. Hér hefur því verið gjörð sú breyting, að skólar þessir þurfa ekki að standa lengri tíma en 3 mánuði til þess að geta fengið lands- sjóðsstyrk. Eins og skilyrðin eru nú, virðist auðvelt að fullnægja þeim, enda má fráleitt búast við neinum styrk eftirleiðis, sé þeim ekki fullnægt öllurrt, og að öllu leyti. Stj órnarráðsúrskurður. Fræðslunefnd Sveinsstaðahrepps í Húnavavatnssýslu vísaði í haust 10 ára barni frá farskólakenslu fyrir þá sök að barnið var hvorki lœst né skrifandi. Aðstandendur barnsins vildu ekki við una, heldur töldu fræðslunefnd skylt að annast fræðslu barnsins af því að það væri orðið 10 ára. Um þetta hefur sjórnarráðið felt svo lagaðan úrskurð, '■ að frœðslnnefndin hafi haft rétt til að neita barninu um far- skólakenslu, og að það sé sjálfsagður réttur og skylda frœðslu- nefndar að láta kenna barninu að lesa og skrifa, á kostnað aðstandenda þess, ef þeir vanrœki enn að láta kenna því þetta. Aukafundur í hinu islenska kennarafélagi var haldinn 5. f. m. Umræðuefnið var lesbók handa börnum. Forseti félagsins hóf umræðurnar með því að taka frárn með fám orðum hvaða kröfur mætti að hans áliti gera til góðrar lesbókar. Á fundinum voru mættir útgefendur »Lesbókar handa börn- uni og unglingum«, og beindust umræðurnar einkum að því, hverj- ir væru kostir þeirrar bókar og lestir. Komu fram ýmsar aðfinn- ingar við hana, og bollaleggingar um það, hvað betur mætti fara.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.