Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 131 Líka sé eg miklu meira skaða við málskemdina sem orðin er á 1. pers. flt. viðtengingarh., að hún hefir tekið upp framsögulegar myndir, en heldur þó í þálíð /-hljóði sínu t. d. veldnm, tœkjum, (f. veldim, tækim). En allar þessar ljótu afmyndanir eru svo gamlar að enginn ræður við það lengur. Með þetta lœknirs o. s. frv. mun því (sem víðar) hollast að vera vægur í dómum. Fyrir mitt leyti finst mér meiri skaði í því að nfs-merkið r er horfið í orðum sem staurr, hamarr, hauss o. s. írv. Þar er meira samræmi í færeyskunni, er einnig í slíkum orðum hefir ur t. d. stórur, ísur o. s. frv. Eigi á vel við að demba í sameiginlegan flokk orðum sem fundur og köttur, því orð af /-stofnum og u-stofnum, jafnvel í beygingafræði nútíðar-íslensku, eigaekki samstöðu. Orðin/ú/arog maður hefðiátt samstöðu við orðið vetur, en alls eigi við orðin faðir og bróðir. í heildinni eru beygingardæmin óþarflega margbrotin, en það kemur af skiftingar-grundvellinum hjá höf. Einfaldasta skiftingin og hægasta til ljósrar útskýringar og þá um leið auðlærðasta, verður að skifta eftir orðstofnum. Sú aðferð er bæði vísindalegri og nær líka vel tilganginum, því þótt hún sé gerð eftir einkenn- um, sem sumpart eru horfin úr tungunni, þá eru enn í dag svo miklar menjar eftir af þeim að hún verður yfirleitt best, einnig fyrir íslensku nútímans. í beygingum lýsingarorða hefði verið betra við sýnisdæmið á hluttaksorðinu valinn að sýna einnig fornmyndina íþeimtveim föllum (nf. og þlf. et. kk) þar sem hún er frábrugðin nú: valiðr og valðan. Eigi get eg fallist á, að það sem réttu heiti nefnast fleirfaldstölur: einir, tvcnnir, þrennir, fernir tákni tvendir og ekki annað, því »tyennar skeifur« t. d. táknar þó eflaust tvær fern- ingar af skeifum (=8 skeifur). Þá er það alt ónógt og villandi í bókinni sem sagt er um úrfellingu á / þarna í viðskeytta grein- inum. Úrfellingin fer eigi eftir því hvort hljóðstafur fer á undan, heldur verður það að vera grannur hljóðstafur (a, i, u), því eftir breiða hljóðstafi er / haldið í einatkvæðu myndum grein- isins t. d. bœinn, brúin, stráið, en hverfur í enunl tvíatkvæðu: bœnum, brúnni, nema í hvk. stráinu. Og auk þess sem grein- irinn fellir / sitt eftir r í nf. og þlf. flt., þá missir hann það vanalega líka í þgf. eint. í kk. allra orða er þar geta /-laus verið.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.