Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 4
132 SKÓLABLAÐIÐ Þess vegna segjum vér: bænutrt, dalnunt, hrauknum, hólnum, en aftur: hestinum, fundinum, kettinurn. Hér er sú eina und- antekning, að endi rót orðsins á n, þá verður hann að halda / sínu, t. d. húninum, dyuinum, Einnig hefði rétt verið að geta þess merkilega fyrirbæris, þótt það ætli lengst að fara fram hjá málfræðingunum, að ið alkunna innskots-M í ur, fellur burt ef greinir er skeyttur við orð af kvk. og hvk., en er haldið í kk. t. d. lifrin, hreiðrið, en aftur akurinn o. s. frv. Oþarft uppátæki er það í fornöfnunum að liafa ekki end- urvísunarfornafnið sig sérstætt, en vera að telja það með fn. 3. pers. En um fn. 3. pers. væri það eitt rétt að láta það aðeins ná yfir orðin: hann og hún, því hvk. og flt. er þar tekið ann- arsstaðar frá. Við ábendingarfn. sá og hinn hefði verið gott að geta þess að þau eru nú á tíðoftast höfð í staðinn fyrir fyrirsetta greinisorðið inn, (það síðara þó ofurlítið breytt í hvk.) og að sá sé mest í tali en hinn mest í riti notað. Um fn. hvað (þgf. hví) var vel vert að geta þess að ef. hvess, er þar enn eigi al- útdautt í tali, því oft er sagt hvess vegna og ætti að taka það upp í riti, því það er rétta myndin. Vel má það öljum líka við bókina, að tíðir sagna eru þar, réttara greindar en áður hefir venja verið í ísl. málfræðibókum, með því að þáleg framtíð og þáliðin framtíð (mætti líka heita þáókomin fortíð) eru teknar til greina engu síður núleg framtíð og núliðin framtíð (er líka mætti heita núókoinin fortíð). Þessi þálega framtíð kemur iðulega fyrir í málinu, þá er ræða þarf um atburði, er í þátíðinni voru ókomnir, en tnenn hafa oft eigi nefnt hana og stundum nefnt hana með röngu nafni skildagatíð, en það er villa; því samsetningin: »eg myndi koma« og eg myndi hafa komið« o. s. frv., þá er hún táknir skildaga, er í eðli sínu háttur en eigi tíð. Það er hér sem oftar, að ein mynd getur tvent táknað. En nú er nútíðar skildagi í islensku venju- lega táknaður með þát. viðth. og þálegutskildagi með þál. tíð samaháttar, t. d. »hann kœmi, ef veður leyfði« og »hann hefði kom- ið, ef veður hefði leyft«; en í staðinn fyrir vth. í þessari merk- ingu má í höfuðsetningunni nota myndi og rnyndi hafa og segja: hatin myndi koma, ef veður leyfði og hann myndi hafa komið, ef veður hefði leyft, en í aukasetningunni verður það eigi, því eng-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.