Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 14
142 SKÓLABLAÐIÐ með öllu úr ritmálinu. Þannig hefir lyktað þremur til fjórum öflugum atrennum sem óneitanlega hafa gengið í áttina til þess að færa stafsetninguna nær framburðinum. Betur hefir tekist, til með að útrýma œ-'mu, enda á það for- mælendur fá. Þó er það eigi enn graflagt að fullu. Getur enda verið efamál nokkurt, hvort rétt sé að útskúfa því með öllu, en sjálfsagt þyrfti notkun þess að vera stórum takmörkuð. Á þessum síðustu tímum snýst svo orrahríðin gegn afnámit z-unnar (jr-ið mun hafa áunnið sjer að lokum friðland ííslensku stafrófi, en að maklegleikum með mjög svo takmarkaðri notkun). Einnig vilja menn afnema p á undan t og taka á braut tvöfald- an samhljóðanda þar sem hann heyrist eigi í framburði. Tels mönnum svo til að slíkar umbætur hljóti að greiða fyrir stafsetn- ingunni. En gefa nú síðustu ár fulla trygging fyrir því að hér sé um nokkra eiginlega umbót að ræða? Munu þessar síðari tilraunir taka fram hinum fyrri sem dómurinn er fallinn yfir? Viðvíkjandi z-unni er það að segja, að takmörkun á notkun hennar er sjálfsögð. Þannig er hún með öllu óþörf í einni eða annari endingu. í stofni orða er hún meira til bóta, heldur en nemur þeirri fyrirhöfn, sem það kostar að rita hana í þarflegustu orðum. Hvað viðkemur þeim atriðum sem ganga út á það að lama stofn orða, í þeim tilgangi einum að létta stafsetning þeirra, þá er slíkt í fylsta máta mjög varhygðarvert. Og áður en gengið er til samþyktar á þeim atriðum ber að athuga gaumgæfilega hvort ávinninningurinn muni vega upp á móti þeim skaða sem málið Iíður við það, að rótað er stofninum. Þegar búið er að kenna ungiingunum að nota rétt y sem er aðal ásteytingarsteinninn; að varast fláa hljóðið i g og k; að setja stuttan raddstaf á undan ng og nk. mótsett framburði; að greina mismuninn á nn eftir Iangan raddstaf og rn, sem stund- um hljóma líkt í framburði, ennfremur mismuninn á rl og //; að rita / í staðinn fyrir b á undan / og n; að gæta þess að láta eigi villast á hínum fjölbreyttu hljóðbrygðum, svo sem á hljóð- unum md og mt sem hafa þrenns konar hljóð, eða samhíjóðin- um g er hefir líklega ein átta hljóðbrigði í afturhljóði m. m., sem alt útheimtist samkvæmt þegar viðteknum rithætti, er þá

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.