Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 10
138 SKÓLABLAÐID eigi góð bók. Fyrir þá er Iítt fróðir eru í málinu, er hún Iangt of þung, en fyrir hitia, sem vel fróðir eru í því, er hún svo ófullkomin og Iéleg að þeim finst ekkert til hennar konta og að því er nýja málið ^nertir er hún stundum afleit. Um þessa nýju kenslubók í móðurmálinu, hefi eg verið nokkuð langorður, af því mér finst hún eigi það skilið að hún sé rækilega lesin og vandlega athuguð og með því eina móti er gagn í ritdóm- um. Sumt af því er eg hefi hér sagt eru og almennar athuga- semdir sem átt geta Iíka við fleiri rit um sama efni og get eg þvi verið stuttorðari um bækur þær er hér á eftir verður rætt um. Frh. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðntund Hjaltason). XI. Góð börn. Já, ekki er minna vandfaríð við þaa. En oft eru þau eyði- lögð — alténd í bráðina þá — með illri meðferð. Þau eru oft mjög viðkvœm og veiklynd. Ríður því á að vægja þeim, er þeim verður á. Græt aldrei viðkvæmt barn, sem elskar þig, því meira sem það ann þér þess þyngra fellur því reiði þín. Sum böm eru svo ákaflega ástrík, að þau elska, svo að segja, alt og alla. Hvern mann og hverja skepnu, sem þau sjá. Hvert blóm og gras; já marga dauða hluti líka, þótt ekki sé Ieik- fang þeirra. Þau geta ekki vitað að neitt gangi að neinum. Vilja gefa alt, sem þau eiga, og taka á móti öllum með opnum örmum. Og þótt þeim þyki snöggvast við einhvern, þá sættast þau fljótt. Þau eru líka furðu trygg og staðföst, einkum ef þau eru stilt og seintekin. En það eru bestu börnin oft. Og af því þau eru svo góð, vænta þau hins besta af öðrum. Þau kunna ekki að skrökva eða blekkja. Treysta því að allir segi satt og enginn svíki. Fegurðin fyllir hjartað og geislar svo úr viðmóti þeirra og hegðun. þau élska alt faljegt, einkum falleg blóm. Og ástaratlot þeirra eru svo frjáls og hrein, náttúrleg og fögur,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.