Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 141 færa ritháítinn nær framburðinum. En nú var engin þörf áy' á greindum stöðum, nema þá til þess að fyrirbyggja tæpitunguna, sem eigi mun hafa verið svo mjög hættvið að slæddist inn í fram- burð landsmanna í þessu efni. Tíska þessi ávann því aldrei al- menna liefð, þó samkvæm framburði væri, og lagðist því niður aftur, enda lýtti hún málið til stórra muna Og enginn kennari á þessum tímum mun kvar'a undan að beria þá reglu inn í höf- uð nemenda sinna, að sleppa /-inu á slíkum stöðum, þótt gagn- stætt framburði sje, heldur telja það óhjákvæmilegt. f>á tóku menn og eftir því að langt raddhljóð fer ætíð undan ng og nk í framburði,1 og hugkvæmdist mönnum þá að laga sig þar eftir frainburði og fylgja sömu reglu í riti. Kvað svoramtað nýbreytni þeirri að slíkum rithætti var fylgt á biblíunni og hélst við alt fram á síðustn tíma. Nú munu flestir samhuga um að firrast þann rithátt og kjósa heldur að innræta börnum þá stöfunarreglu, að rita stuttan raddstaf á undan ng og nk, þótt töluvert stríð sé. Ýmsar fleiri tilraunir voru gjörðar á þeim tímum til þess að færa ritmálið nær framburði, svo sem það, að nema burt g úr ritmálinu þar sem það heyrist ei í framburði, en alt bar að sama brunni. Sneyðirinu var svo tilfinnanlegur að menn fengu eigi við unað, heldur færðu sig aftur í gamla horfið með ör- litlun breitingum, en þó til bóta. Næsta og altra stærsta skrefið í umbóta áttina með tilliti til þess að færa stafsetninguna nær framburði, var það nýmæli að útrýma /Mnu úr málinu sem algjörlega óþörfu. En þrátt fyrir þau öflugu rök sem dregin hafa verið fram til sönnunar því, hvað afnám þess hlyti að létta stafsetninguna, hafa menn þó kynokað sér við að taka upp slíkan rithátt, og hafa einkum sett fyrir sig mállýtin sem afnám þess orsakar. Svo sár sneyðir Þykir mönnum að þessu forngríska minjamarki, að menn af fús- um vilja sveitast heldur blóði við að innræta hinni ungu kynslóð stöfunarreglur fyrir sæmilegri notkun á aðkomugesti þeim, svo örðugur viðfangs sem hann er, heldur en að útskúfa honum ') Á Vesturlandi er þó undantekning frá þeirri reglu, svo sem kunnugt er.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.