Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 4
JJ6 _________JLKOLABLAÐm þekkingar í náttúrufræði. Þessvegna verður hún meir og meir rauði þráðurinn í kennslunni allri. Nú eru tveir vegir til að læra náttúrufræði. Annar er sá að lesa í bókum um náttúruna, hinn er að athuga sjálfa hlutina, án þess að hafa bókstafinn til milligöngu. Fyrri aðferðin er eldri og algengari í þeim löndum, sem dragast aftur úr í sam- kepninni, þar á meðal á íslandi. Hin er ný sem aðferð, en ryður sér meir og meir til rúms. Samkvæmt þeirri aðferð er krafist, að skólinn hafi aðgang að náttúrunni og þeim áhöldum, sem þarf til að rannsaka hana. Þessvegna eru í hverjum góðum skóla sérstakar efnarannsóknar- og eðlisfræðisstofur. Hver lærisveinn hefir þar sitt borð, sín áhöld, sínar handbækur. Hann hefir efnin sem rannsaka á milli handa. Kennarinn ségir fátt, en gengur á milli eius og þjónn, reiðubúinn að hjálpa hverjum þeim, sem ekki getur lært af sjálf- um hlutunum. í lifandi ná'.túrufræði er farið svipað að. Lærisveinar og kennarar fara tíðar gönguferðir út urn sveitir, safna steinum, jurtum, dýrum, koma heim með fenginn og rannsaka, ákveða jurtirnar með stækkunargleri og »Flóru«, athuga innri bygging- una undir smásjánni, leysa sundur í frumef.ii og efnasamband í efnarannsóknarbekknum. Samhliða þessu að safna, skoða, athuga og rannsaka verða lærisveinarnir að teikna sjálfir alt, sem þeir fara þannig höndum um. En þetta er dýrt, og þessvegna er svo fullkomin aðferð og sú, sem hér er drepið á, ekki almenn enn. Samt má segja, að barnaskólarnir í ensku löndunum nálgist meir og meir þá fyrir- mynd. Og hvert framfaraspor á þeirri braut er táknað með því að minka bókalesturinn og skrafið um náttúruna, en auka athug- un, sjálfskoðun og rannsókn nemendanna. VII. Reikningur. Við kennum reikning á tvennan hátt hér á landi. Eldri o algengari aðferðin er sú, að kennarinn lætur barnið Iæra marg- földunartöfluna utan að, fær því þá spjald og stíl, les upp dæmi, tölur út í bláinn, gripnar af handa hófi, og segir: Iegðu þetta

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.