Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 11
 SKOLABLAÐIÐ 17. Skólinn - Vopnafirði 500 kr. 18. — - Ljósavatni 400 — 19. — - Húsavík 600 — 20. — - Keflavík 250 - 123 Síðastliðinn vetur hafa rúml. 3200 börn gengið í heiman- gönguskóla; af þeim hafa 2800 verið á aldrinum 10—14 ára; um 380 yngri, og rúm 20 eldri. En farskólakenslu hafa notið um 3300 börn alls. Af þeim voru um 170 yngri en 10 ára og 75 eldri en 14 ára. Opinberrar kenslu með styrk úr landsjóði hafa notið sam- tals 6755 börn. Löglegur farskóli (eða eftirlit með heimafræðslu) hefur þetta ár verið i 124 hreppum, og heimangönguskólar eru 45 fyrir utan kaupstaðaskólana. ... 24 hreppum hefur ekki orðið veittur styrkur til barnakenslu síðastl. vetur. í flestum þessara hreppa hefur verið talsvert unnið að barnafræðslu með ráðnum kennurum, en þeir hafa farið á mis við styrkinn af 'því, að skilyrðum fræðslulaganna fyrir landsjóðsstyrk hefur ekki verið fullnægt. Meðal annars hefur fjárveitingin strandað á því, að kennurum hefur verið gold- ið Iægra kaup en lög ákveða. Það er slæmur búskapur tyrir hreppinn að spara 24 kr. í kaupi kennarans, og verða fyrir þá sök af 150 til 200 kr. styrk úr landsjóði, Þrír hreppar hafa fengið meiri styrk en 200 kr., sem er há- mark styrks til eins farskóla samkvæmt ákvæði fjárlaganna. En svo verður að líta á, að í þessum hreppum hafi verið haldið uppi tveimur fullkomnum farskólum, enda tilkostnaður mikill í þeim til barnsfræðslunnar, — jafnvel yfir þúsund krónur fyrir vet- urinn. Um 380 nemendur hafa gengið í unglingaskóla þenna vet- ur; bæði er það, að skólunum hefur fjölgað, — nú orðnir 20 - og svo hafa sumir þeirra verið betur sóttir en áður. Tveir hafa þeir staðið í 12 vikur, en flestir 20 vikur' og þar yfir. Margir þessara skóla virðast vera að ná féstu, meiri en áður, og "á henni vonandi betur með tímanum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.