Skólablaðið - 01.08.1912, Page 12

Skólablaðið - 01.08.1912, Page 12
124 SKÓLABLAÐIÐ Biblíumyndir með litum. Mig langar til að benda stéttarbræðrum mínum og systrum a myndir, sem eg af tilviljun hefi verið svo heppin að ná í. Það eru þær fallegustu biblíumyndir, til notkunar við skóla, sem eg hef séð, og inargar af þeim meistaralega vel gerðar, svo bæði fullorðnir og börn hafa orðið hrifin af þeim. Myndir þessar éru búnar til í Améríku og hafðar við kenslu í sunnudagaskólum þar, en hafa náð útbreiðslu víðar. Þær eru til tvenns konar, stærri Og smærri, fyrir kennarann og börnin, Stærri myndirnar eru 65 x Q2 sm. á stærð, verð á ársfjórðungnum, 72 myndum, 75 cent eða 2,80. Burðargjald er 65 au. fyrir 12 myndir Minni myndirnar eru 10x 7 sm. á stærð, verð á ársfj. 21/* cent eða 10 aura, burðargjald, 2 aurar fyrir 12 myndir. Ársfjórðungarnir innihalda til skiitis myndir úr gamla og nýja testarnentinu. Peninga fyrir myndirnar verður að senda fyrir Lam í ávísun eða enskum peningum. Pöntunin er oftast kringum 2 mánuði á leiðinni, svo það eru siðustu forvöð, ef menn vildu panta til vetrarins. Lhanáskriftin er: Hatris, Jones & Co. 353 Prairíe Ave., Providence. R. /. U. S. Ameríca. Akureyri í júní. H. B. Námsskeið fyrir stúlkur. Samkvæmt auglýsingu síðasliðið haust hélt eg undirskrifuð námsskeið fyrir stúlkur í Reykjavík frá 15. okt. til 1. mai s. I. Námsskeiðið var sótt af 33 stúlkum, 15 þeirra voru búsettar í Reykjavík, 18 voru úr 9 sýslum víðsvegar á landiuu.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.