Skólablaðið - 01.12.1912, Page 4

Skólablaðið - 01.12.1912, Page 4
180 SKÓLABLAÐIÐ í gtjáfæuðum Ijóskrónum glitbrigðin ljóma, °g gleðiblær leikur um organsins hljóma og hreimfagran óininn af hátíðasöng ber hátt yfir mannfjöldans þröng. Með róðukross gullinn á rauðu skrúði við rósflosi dýrmætu altarið glæst hann stendur í kórstúku, klerkurinn prúði þar Krists-myndin ijómar á stafninum hæst. Og tónbylgjan hefur há og löng til himins jólanna dýrðarsög. Dýrð! dýrð á samróma tungum í samhljómi þungum er sungin og skýrð. Alt a- skraut og skart, alt er skínandi bjart! alt hljómar um guðsfrið og heilaga dýrð! Jeg er fremsí við dyr í forkirkju sestur. — — — Jeg er gestur, gestur! Og hugsun ósjálfrátt læt jeg líða til löngu horfinna tíða: Með langþráðu kertin var komið inn, — hann kveikti á þeim, hann pabbi minn, — um súðina birti og bólin. Hann klappaði blítt á kollinn minn og kysti brosandi drenginn sinn, — þé byrjuðu blessuð jófin! Þá tók hún úr kistli, hún mamma mín og mjúklega strauk það, drifhvítt Íín og breiddi' á borðið við gluggann. Á rúminu sátum við systkinin, Þar saman við jólakveldverðinn, — en kisa skaust fram í skuggann.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.