Skólablaðið - 01.12.1912, Qupperneq 15

Skólablaðið - 01.12.1912, Qupperneq 15
SKÓLABLAÐIÐ 191 ÍTokkur góð áform kennara næsta ár. Eg vil ekki tala illa um neinn, heldur festa auga á því sem gott er í hverjum manni. Eg vil láta mér sérstaklega ant um hvern einstakan nemanda minn. Eg ætla að leggjs stund á eitthvað sérstakt í þeim tilgangi að verða verulega vel að mér í því. Eg ætla að vekja áhuga nemenda á lestri góðra bóka. Eg vil kynnast þeim, sem eg er að vinna fyrir (foreldrum barnanna) og reyna að tryggja mér samvinnu þeirra. Eg ætla að vera Iöghlýðinn og vil vera samhentur starfs- bræðrum mínum. Eg vil hafa glöggar gætur á sjálfum mér og allri minni, framkomu og koma á hreinlæti og snoturri umgengni í kenslu- stofunni. Eg vil leggja alla stund á að gjöra nemendurna sjálfstæða í athöfnum sínum. Eg er staðráðinn í því að gjöra þetta ár að besta ári æfi rninnar. ________________(Nw. J. of Ed.) Smælki. Það eru til tvenskonar menn; aðeins tvenskonar. Ekki syndarar og dýrðlingar, því að syndararnir hafa eitthvað til síns ágætis, og dýrlingarnir eru ekki algóðir. Ekki ríkir og fátækir; því að vér verðum að þekkja heilsu og samvisku manna til þess að geta metið auðæfi þeirra. ekki lánsmenn og auðnu- leysingjar, því að árin sem yfir okkur líða, færa hverjum eín- stökum bæði sorg og gleði. Nei. Þeir tvenskonar menn, sem og og á við, eru þeir sem bera byrðirta, og þeir, semeru byrði. Hvar sem leið þín liggur, muntu reka þig á þessa tvo flokka; og þú munt reyna að það er allt af einn sem byrðina ber móti hverjum tuttugu, wm eru öðrum bvrði.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.