Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 6
__22__________________ SKÓLABLAÐIÐ ___________________________ mæla, og því síður að heitin séu tengd víð talnakerfið, eins og t, d. meter er tengdur við 10, 100 o. s. frv., og smækkuð í ViO’ Vioo °* s- frv- Af þessu leiðir svo að þessi heiti stjórnar- innar sýna sjálf ekki afmerkt hlutföll við önnur heiti eða magn þeirra, eða í hvaða sarnbandi þau eru við önnur heiti. Útlendu heitin gera magn sitt kennilegt sjálf, en sjálf heitin í stjórnarþýðingunni gera magn sitt ókennilegt og verða því að þoku í huga yngri og eldri og ekki síður fyrir það að þau eru þrjátíu talsins. T. d. heitið spölur sýmr ekki sjálft, að það séu tíu stikur, eins og orðið dekameter sýnir að það séu tíu metrar. Pá er ómögulegt með rökum að mótmæla því, að hin umrædda þýðing sé, vægast sagt, mjög ónákvæm og ófullkomin. Mundi því vel tekið að þýða 3000 fet úr útlendu máli röst? Eg sé þó ekki betur en maður hafi alveg eins rétt til þess, eins og að útleggja kílómetra á íslensku röst. Hvorutveggja er jafn rétt eða jafn vitlaust, því ekki mun vera hægt að sanna það, að röst í fornmálinu tákni fremur 1000 stikur en 1000 fet. Eigi þýðing að vera nákvæm og rétt, eins og í þessu til- felli verður að vera, þá hlýtur orðið í báðum málunum að verða að framleiða sömu hugmynd og hugmyndasambönd. Fyrstu tilraunina til að þýða á íslensku tigamálsheitin, gerði Bjarni Jónsson frá Vogi og mig minnir Quðmundur Björnsson, nú landlæknir. Sú þýðing var bygð á tigakerfinu og fór því al- veg í rétta átt, en sá galfi er á henni, að orðin eru óþægilega löng og lítt skiljanlegri ómálfróðum mönnum en útlend orð. Þá hefur landlæknirinn reynt að fara aðra leið, útlagt stofn- orðin og myndað svo ný orð af þeim með því að setja framan við þau smækkandi forskeyti. Heiti þessi eru því ekki afmerkt með tigkerfinu, og hafa sama aðalgalla og stjórnarheitin, en standa þó mikið nær því, fyrir hin smækkandi og stækkandi forskeyti, eru orðfærri og því minnilegri og afinerkt frá öðrum orðum í málinu. Vegna minnar reynslu tel eg betra að nota við kenslu út- lendu heitin en þessar þýðingar, og aldrei held eg að nein þýð- ing verði hentug til þess nema údendu orðin séu þýdd nieð samsvarandi orðum á íslensku, stofnorð myuduð fyrir hverja tegund kerfisins og þau svo tengd við tigakerfið.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.