Skólablaðið - 01.02.1913, Síða 15
SKÓT ABLAÐIÐ •
31
2. Nú geta börnin eigi mætt einhvern dag vegna óveðurs, en
við erum til taks á kenslustaðnum. Hefur þá fræðslunefnd-
in leyfi til að draga af okkur kaup og fæði fyrir þann dag?
eða þurfum við á nokkurn hátt að sakna í við það, þó
forföli komi fyrir, sem á engan hátt er okkur að kenna?
3. Getur fræðslunefndin skorast undan að veita okkur fæðis-
peninga meðan jólalaleyfi eða páskaleyfi standa yfir?
4. í skólahéraði einu eru fá eða engin börn í barnaskólanum,
sem veittur verði Thorkillisjóðsstyrkur, en i prívatskóla í
héraðinu, sem einskis styrks nýtur, eru mörg slík börn.
Má breppsnefndin taka nöfn þeirra og sækja um styrk »út
á þau« úr Thorkillisjóði, og láta þann styrk allan ganga
til barnaskólans?
5. Ef það er óleyfilegt, hvað segist þá á því að gera það?
6. Á ekki fræðslunefnd, ef hún getur, að útvega skólanum
húsnæði strax á haustin, svo aðstandendur barna, sem eru
á fræðslu aldri, geti látið börn sín vera á þeim stöðum, er
ástæður þeirra gera heppilegasta ?
7. Á fræðslunefnd að láta það ráða vali sínu, þegar um tvo
staði er að ræða fyrir barnaskóla, hvor er ódýrari?
8 Á ekki fræðslunefnd, að öðru jöfnu, að taka þann stað,
sem hefur bctri húsakynni?
Svör.
1. Engin skylda að flytja kensluáhöld milli kensslustaða. Hve
mikið á að greiða fyrir það, verður að fara eftir sam-
komulagi.
2. Nei, — Nei,
3. Nei.
4. Þaó er ekki heimilt að brúka Thorkilliisjóðsstyrkinn til
kenslu barna á aldrinum 10—14ára.
5. Líklega rétt að skila peningunum aftur ©g verja þeim síðan
til uppeldis yngri börnum en 10 ára.
6. Ekki er neitt með lögum ákveðið um það, hvenœr fræðslu-
nefnd útvegi kenslustaði, en sjálfsagt er að hún geri það
á þeim tíma, sem héraðsbúum er hentugur.
7. Nei, ekki nema báðir staðirnir séu góðir.
8. Jú.