Skólablaðið - 01.03.1913, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.03.1913, Blaðsíða 14
46 SKÓLABLAÐIÐ tingis. Ef gera niætti ráð fyrir því að allir barnakennarar Iands- ins vildu láta það til sín taka, og ungmennafélögin gerðu slíkt hið sama, — mundi málinu þá ekki borgið? Ekkert væri auð- veldara fyrir sameinaða krafta þessara manna, en að stofna fuglaverndunarfélög í hverri sveil á þessu ári. Síðan gætu felög- in gengist fyrir öðrum nauðsynlegum framkvæmdum. Væntanlega getur Skbl. síðar veitt nokkra leiðbeiningu um fyrirkomulag slíkra félaga annarstaðar. Þetta er niðurlag greinar Edmund Selous: »Verndið fuglana yðar, íslendingar, því að þeir og lands- lagið eru tveir hinir miklu töfragripir íslands. Hvers vegna ættuð þér að glata öðrum þeírra? Það er auðvelt að segja: »Það verð- ur ekki svo bráðlega* eða »það verður ekki í okkar tíð<. Mikið af þessu (eyðing fuglanna). mun samt sem áður gerast og er jafnvel að gerast nú í yðar tið (árlega miðar að markinu). En ættuð þér ekki einnig að hugsa um eftirkomendurna? Viljið þér skila vinum vðar líflausu landi? Án fuglanna mætti land yðar kallast autt, eri það getur ekki orðið meðan það hefur þá. Þeir eru léttleiki þess og yndisþokki, hið fagra og ástúðlega skraut þess, brosið yfir strangleikanum og hörkunni. Islendi: gar verndið fugla yðar!« Ungmennafélögin hafalmgáað skila eftirkomendunum land- inu ekki út af eins nyktu og það er. Þau vilja skreyta það skógi og bæta það með því og fríkka útlit þess; en ekki er fríðleiki skógarins og indi síður, ef fuglasöng má heyra í hverj- um runni, og dauft verður í skóginum, ef hvergi kvakar fugi á grein. Víst munu góðir ungmennafélagar ekki lengi láta dragast að taka fuglaverndun og eggjaverndun á dagskrá. Ekki dylst það, að ýmsir eru erfiðleikar á algerðri fugla- friðun, og eggjafriðun þeirra fugia jafnvel, sem ekki eru gagn- fuglar hér, auk huldur hinna. sem gagnfuglar eru kallaðir, svo sem rjúpan, öndin og svanurinn. Lög um friðun fugla 27. nóv. 1903 eru í ýmsu nýt, en víst þyrfi þó að b eyta þe>m, ef frið- un fugla kæmist verulega á dagskrána. Og einsætt er, að annaðhvort verður að bæta víð þau friðun eggja eftir því sem þörf gjörist eða setja sérstök lög um hana. Skólarnir okkar þurfa að koma sér unp fuglasöfnum og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.