Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 171 bóknámið, hið allra nauðsynlegasta í því. En í föstu skólunum, sem flestir hafa nú orðið bærileg húsakynni, og sem standa þó í 6 mánuði á ári, ætti að mega gera eitthvað í þessa átt. En hvaðan koma kennarar, sem duga? Þeir ættu að koma frá Kennaraskólanum, læra þar aðaltökin og fá svo áréttingu hjá HeimilisiðnaðarfélarJnu, sem vonandi fer bráðum eitthvað að starfa. Hægast af öllu er að koma á kenslu í handavinnu kvenna. Víðast hvar þar sem skólar eru haldnir mætti fá kennara til að kenna þá vinnu, en það er þó mjög fátítt enn. Allur tíminn fer í bókastaglið, líka fyrir stúlkunum, svo mjög sem þörfin kall- ar þar þó að. En við komum — á seinni bátunum. Minningarsjóður Gruðfinnu Jónsdóttur. Ólafur Bjarnason, óðalsbóndi í Oesthúsum á Álftanesi hefur h. 1. júlf þ. á. stofnað sjóð, er verja skal til unglingamentunar á Álftanesi, til minningar um látna konu sína. Stofnféð er 500 kr. Þessar reglur eru teknar fram í gjafabréfinu um það, hversu sjóðnum skuli verja: 1. Sjóðurinn sé varðveittur og ávaxtaður í Söfnunarsjóði íslands. 2. Af ársvöxtum hans skal leggja helminginn við höfuð- stólinn þangað til hann nemur 50,000 kr., en eftir það y4 af ársvöxtum. Því, sem ekki er lagt við höfuðstól skal verja til að styrkja fyrst um sinn einn ungling, pilt eða stúlku, sem loklð hefur barnaskólanámi, til frekara náms í Bessastaðahreppi þegar er unglingaskólakensla verður stofnuð þar, og er áskilið að sá er styrksins nýtur nemi söng og að minsta kosti eitt erlent tungumál. Eftir því sem ársvextir vaxa, skal styrkurinn hækkaogskulu fleiri unglingar verða aðnjótandi styrks, þó svo að aldrei verði hærri styrkur en 100 kr. á ári handa hverjum nemanda.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.