Skólablaðið - 01.06.1915, Síða 3

Skólablaðið - 01.06.1915, Síða 3
SKÓLABLAÐIÐ 83 þeim atriöum, sem farskólarnir geta lítið sem ekkert bætt úr. Að því er snertir kensluna, yröi aö bæta viö v i n n u eöa verklegu námi (heimilisiönaöi) og í þ r ó 11 u m viö barna hæfi. Þess vegna yröi áreiöanlega ekki skynsamlegt aö hafa bóknámiö fyllra en þaö nú er. Börnin þurfa ekki, og eiga ekki, og geta ekki veriö læröir menn. En þau þurfa aö fá hneigð eða velvild til bóka, sem nú þykir misbrestur á í skólunum. Besta ráðið er aö hafa bóknámiö létt, kenslubækurnar við barna hæfi, en hins vegar bókasafn í skólanum, sem börnin hafi tíma til að kynnast meðan þau eru þar, og tækifæri til aö nota að vild (fá lánaðar bækur) heim til sín síðar. Kennar- inn væri sjálfsagöur bókavörður. Honum ætti að vera hægast um vik að velja bækurnar og sjá um bókasafnið. Eg veit af eigin reynslu að bókasafn við barnaskóla getur gert afarmikið gott. Sjálf bóklegu fræðin yröu sum hin sömu og nú, en oftast farið yfir minna og farið nær eðli barnanna. Við lestrar- og skriftarkenslu eru alþektar ýmsar aðferðir, til mikilla hags- bóta, sem ekki verður komið hér við vegna vankunnáttu manna og áhaldaleysi. Teiknikensluna þyrfti að auka stórum, og ger- breyta aðferðum. Allir geta lært að teikna, eins og að skrifa. Málfræði og stílagerð verður aldrei stefnt hátt með við börn. Leikni í stíl er að miklu leyti komin undir hvað barnið hefur lesið af góðum bókum. Bókasafnið gerir þar meira en margur kenslustundir. í landafræði er beinlínis óskynsamlegt að kenna börnum eins mikið og nú er gert um erfið efni: stjórnarform, trúarbragðamismun, þýðingarlitil landamerki, borga og fljóta- nöfn o. s. frv. Hins vegar þykir börnum mjög gaman að skemtilegum ferðasögum, slcuggamyndum af landslagi, borg- um o. þv. Alt hið erfiða og hugræna verður að bíða unglings- áranna. Sögu og biblíusögu má prýðilega kenna í sambandi við einstaka menn, en alls ekki söguyfirlit (ártala- og tíma- bilsbálka) eða strembna trúfræðisheimspeki eins og kverið. Sama má segja um náttúrufræði. Þar er niðurskipunin óhæf fyrir börn. En mjög þykir þeim gaman að skoða náttúrugripi og heyra dýrasögur. í reikningi er mesti óþarfi að kenna börn- um meira en einskonartölur, tugabrot og einföldustu atriði í rúmmálsfræði. En hins vegar þurfa börn að geta- gengið hrein- lega frá einföldum reikningum.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.