Skólablaðið - 01.06.1915, Síða 11

Skólablaðið - 01.06.1915, Síða 11
SKÓLABLAÐIÐ 91 inguna um að þegja aö minsta kosti í kenslustundunum um stjórnmálaþref og flokkadeilur, — en skaðabætur fékk hann engar. Til þess eru vond dæmi að varast þau. Barnaskóli Reykjavíknr. Honum var sagt upp 14. d. maímán. 1063 höfðu börnin orð- ið flest á skólaárinu, 859 skólaskyld, en 204 yngri. Alls er skól- inn 8 bekkir, en 39 deildir. Vorpróf tóku 986 börn og hlutu 129 aðaleinkunn 7—8; 353 eink. 6; 372 eink. 5; hin flest4. Verðlaun (bækur í skrautbandi) af sjóði H. Th. A. Thomsens sál. kaupmanns fyrir „iðni, siðprýði og góðar framfarir" hlutu 6 börn í 7. og 8. bekk. Inn hefur komið í aurasjóð skólans síðan hann var stofn- aður kr. 11001,90. — Viðbótin á skólaárinu var kr. 1264.82. — Ungfrú Ingibjörg Sigurðardóttir, kennari, hafði haft aðalum- sjón sjóðsins í vetur. — Annan sjóð „H e i 1 s u h æ 1 i s s j ó ð s k ó 1 a b a r n a“ stofnuðu börnin fyrir fáum árum, og er hann nú kr. 789.79. Handavinnusýning var eins og venja er til 2—3 daga eftir að prófi í bókfræðum var lokið, saumar og prjón stúlkna og smíðar (trévinna) drengja, svo og teikningar, var sýnt. Fremur stuttur tími er greinum þessum ætlaður (um 2 stund- ir á viku), svo að m i k i ð má ekki heimta. Þeir sem vit hafa á, segja handavinnu stúlknanna mjög góða, og verk- efni vel valin; en um það sýnist reyndar oft sitt hverjum. í h a n d a v i n n u k e ns 1 u d r e n g j a er, eins og áður, fylgt kensluaðferðinni sænsku, þeirri er við Nes er kend. Smiðar koma, eins og kunnugt er, mjög undir meðfæddum hæfileik- um, og er því ekki furða, þó að hér sé misjöfn uppskeran, þó að kenslan hafi verið hin sama fyrir alla. Enginn efi er á því, að nemendum lærist handlægni af æfingum þessum. Þó að margt kæmi þar manna, er það ekki fleira en vænta má. Þarna er sýnilegur vottur skólavinnunnar, sem margur kann að meta. Annars má furðu gegna, hve lítinn áhuga foreldrar og að- standendur barnanna sýnast hafa k því að kynna sér kensluna.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.