Skólablaðið - 01.06.1915, Qupperneq 12

Skólablaðið - 01.06.1915, Qupperneq 12
Q2 SKÓLABLAÐIÐ Varla sést þar nokkur maður utanskóla viö bóklega prófiS. Rétt eins og feSrum og mæörum þyki þaö litlu skifta, hvernig skólinn vinnur verk sitt. Og inn í kenslustundir kemur aldrei maSur aö vetrinum. Fólk útí frá þekkir því skólavinnuna ekki aS neinu, og getur ekkert um hana dæmt. Þetta afskiftaleysi er hvorki hentugt fyrir skólakennarana né börnin. Prófritgerd. Verkefni: Sumardagur í júlímánuði. Það var í miðjum júlímánuði einn sunnudagsmorgun að jeg vaknaði svo bráðsnemma. Jeg flýtti mjer að klæða mig og hljóp út á hlaðið. Sólin var að koma upp og gægðist á bak við fjöllin ofani sveitina. Fíflarnir í hlaðvarpanum voru ekki enn vaknaðir af dvala næturinnar, þvi sólin var ekki alveg komin upp. Jeg gekk í hægðum mínum ofan að lækum, og settist þar niður, en jeg hafði ekki setið lengi, þegar kallað var í mig, jeg átti nefnilega að fara að reka kýrnar. Jeg gekk inn og leysti þær og svo rak jeg þær hæst upp i Bryngi. Þær voru svo óþekkar við mig og v.ildu fara sín í hverja áttina. Þegar jeg hafði rekið þær nógu langt, snjeri jeg við og hjelt heimleiðis. Þegar jeg kom heim var sólin alveg komin upp fyrir fjallatindana og fíflarnir búnir að opna krónuna sina og breiddu hana brosandi móti henni, en hún kysti þá marga — marga kossa. Jeg horfði alt i kring um mig: Ditli lækurinn var svo silfurtær og fagur, en sólargeislarnir brotnuðu svo fagurlega á straumnum, og mjer sýndist fljóta á honum perlur og fegurstu gimsteinar. Jeg gekk upp með honum og staðnæmdist við Litla foss; þar var reglulega fagurt: Dökkgræn brekkan var við hliðina á honum alsett fiflum og sóleyum, en á holtinu fyrir ofan voru holtasóleyar og mörg önnur falleg blóm. Jeg settist í brekkuna og hlustaði svo undur hrifin á fallegu ljóðin sem fossinn söng. Hann söng fegurstu ættjarðarljóð þrungna af eld- móði. Hann söng hin fallcgustu vögguljóð sem bera barnssálina á arnar- vængjum upp til ljóssins. Hann söng svo margt sem engin tunga á orð

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.