Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 2
i;8 SKÓLABLAÐIÐ lengur, heldur svo stór húsakynni aö þar sé auöiS að halda farskóla. Áöur hefur veriö bent á þessu líkt fyrirkomulag í fræöslu- héraöi þar sem eru 45 börn, eða þar um bil, á skólaaldri: Fræðsluhéraðið kemur sér upp húsi, sem rúmar kennara, 15 börn og ráðskonu, og sé í þvi kenslustofa handa 15 n,emendum. Börnum fræðsluhéraösins er skift í 3 hópa eftir aldri og þroska og hóparnir ganga í skólann á víxl í 6—8 mánuði árlega. Betra væri auðvitað að húsrúmiö væri stærra, t. d. svo að ekki þyrfti aö skifta börnunum nema í tvo hópa. Eitthvað svipað þessu verður fyrirkomulag farskólanna eftir- leiðis. En hver borgar húsin? Landsjóður leggur til húsanna sem hingað til byggingar- kostnaðar, en fræösluhéraðiö y. Til þess að gera fræðsluhéruð- unum hægra fyrir lánar landsjóður þar að auki alt að y kostn- aðarins þeim sem óska, og með vægum kjörum: lágri leigu og löngum afborgunarfresti. Hvorki þing né hreppsnefndir mega láta sér vaxa þessi kostnaður í augum .Síst ættu hreppsnefndir eða hreppsbúar að kvarta yfir því að eignast hús sem er lífsnauðsyn að eiga, með þessum kostum. Hér er ekki nema um tvent að tefla: a ð koma upp skólahúsunum, eða leggja niður farskólahaldið. En ekki er hálf sögð sagan, þó að gott skólahús væri reist í hverjum hreppi. Samt sem áður vantar það sem mest um varðar: góða kennara. Kennarar hafa hingað til fengist fyrir minna en vinnumannskaup; en þeir fást ekki fyrir það kaup eftirleiðis. f seinasta blaði var minst á kennaralaunin og sýnt fram á hve óboðleg og smánarleg þau eru. Allir hlutaðeigendur verða nú þegar að reyna að opna augun og sjá að hér dugar ekkert kák. Ekkert festir góða menn við barnakensluna til lengdar annað en peningar, svo mikil launa- bót að þeir geti lifað. Fyrst er raunar að viðurkenna og skilja að til þessara verka þurfi góða menn, vel mentaða og sérment- aða. Sú trú hefur lengi lifað og er ekki aldauða enn, að allir geti verið barnakennarar. En hún verður að deyja út. Menn verða að bera sig að skilja, að það er meira vandaverk að laga

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.