Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 185 tekist aö búa allerfitt efni alþýölegum búningi, — erfitt efni ekki síst fyrir þá sök aö íslenskt mál á oft ekki orö yfir hug- tökin. Höfundurinn hefur þar þurft aö leggja mikið til frá sjálfum sér, og aö því er virðist veriö mjög heppinn. Annars veröur enginn ritdómur skrifaður hér; þaö er ekki vort meðfæri. Aðrir, sem færir eru til þess, hafa gert þaö og hlaðið á bókina maklegu lofi. Tilgangurinn með því að geta hennar í Skólablaðinu var enginn annar en sá, að vekja at- hygli lesenda blaösins á henni, og þá sérstaklega kennaranna. Bækur Ágústs H. Bjarnasonar prófessors, þær er áður eru komnar, þekkir margur alþýðumaöurinn; þessari ættu sem flestir að kynnast. Nú er alt dýrt, og þessi bók því miður líka svo dýr, að margur hikar við aö kaupa, eöa getur ekki. En þá eru lestrarfélögin og bókasöfnin; þeim er það ekki of vaxið. Þaö er þá skaðlítið, þó að minna veröi aflaö af ruslinu þaö árið sem hún er keypt. Um leiö og Skólablaðið. bendir lesendum sinum á hana, og mælir hiö besta með henni við alla lesandi og hugsandi menn og konur, þakkar það að sínu leyti höfundinum fyrir liana. Hjá nágrönnunum. Eitthvaö mun nú vera hugsað og rætt um ný launalög í Danmörku, og stjórninni auövitað ætlaö aö flytja á þingi. Al- þýðuskólakennararnir fljóta þar með, og er mikið um það rætt í þeirra hóp, hve háar kröfur eigi að gera af þeirra hálfu til viðbótar við núgildandi laun þeirra. Á tvent er að líta — segir í málgagni þeirra —: hvað stjórnin fæst til aö halda fram, og hvað þörfin krefur. Sé um það eitt hugsað, hvað stjórnin verður fáanleg til aö heimta kennurunum til handa,- leikur viðbótin á 600—1000 kr., en sé það eitt haft fyrir augum, hvað_þörfin krefur, verður nokkuð annað ofan á. Einn kaupstaöakennari leitast við að sýna með rökum, hvaö ein fjölskylda í kaupstað í Danmörku þarf til að geta lifað

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.