Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 12
i88 SKÓLABLAÐIÐ 4, árgangs var áformaö aö gefa út aö eins 12 arkir á ári í staö 18 arka áður, og verðiö sett niöur í 1 kr. 50 au. úr 2 kr. áöur, og formi blaðsins breytt. Svo hefur veriö síðan. Fyrstu árin eftir aö eg tók viö blaðinu lagöi „Hiö íslenska kennarafélag" til útgáfunnar 150 kr. á ári gegn því aö allir meölimir þess fengju eitt eintak af blaðinu ókeypis. Á aðal- fundi kennarafélagsins 25. júní 1913 var mér afhent blaöiö til eignar og var um leið ákveöiö aö kaupa fullu veröi eitt ein- tak handa hverjum félagsmanni; og svo hefur verið síöan. Sjálfsagt er aö játa þaö, að blaðið hefur verið fátæklegar úr garöi gert en þaö heföi átt aö vera. Kaupendur — eöa lesendur — þó ávalt svo margir aö útgáfukostnaður heföi átt aö hafast upp heföi veriö staöiö í sæmilegum skilum meö andviröi þess. Til meira var aldrei ætlast, En það er nú langt frá aö svo hafi verið. Dýrtíðin og hækkun á prentun og pappír hjálpast að, svo eg sé mér ekki fært aö halda blaðinu úti meðan svona stendur. Útgáfu þess er nauðugur einn kostur að fresta þangað til um hægist. Nú verður gerö gangskör aö því aö innheimta útistandandi skuldir. Greiöist eitthvað verulegt af þeim, verður vonandi hægt aö koma blaöinu út aftur meö vorinu. Vinum sinum og skilamönnum þakkar þaö góöan stuðning og vonar að þeir gleymi sér ekki, heldur kannist við sig, ef þaö kemur aftur. Jón Þórarinsson. Yfirlýsing. Skólablaðið er vinsamlega beðiö að birta eftirfarandi yfir- lýsingu: Þar eð allmargir hér í sveit og víöar hafa getiö þess viö mig, aö þeim hafi borist til eyrna, að eg hafi falað aöalkenn- arastarf við unglingaskóla þann( er myndaður var í Vík í Mýr- dal síðastliðið haust, en slíkt er ranghermi, þá leyfi eg mér að lýsa yfir því, að eg falaöi aldrei téðan kenslustarfa. p. t. Herjólfsstööum í Álftaveri 7. nóv. 1916. V a 1 d i m a r J ó 11 s s o n frá Hemru. Útgefandi: Jón Þórarinsson. — Prentsmiöjan Rún.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.