Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 179 og þroska sálargáfurnar en aö slétta þúfur í túni. Þegar þaö skilst að til kennarastéttarinnar þurfi aS veljast góSir og gáf- aSir menn og vel mentaSir til þeirra verka, þá er hægt a'S renna grun i aS þeir geti ekki unniS fyrir sama kaupi' og óbreyttir verkmenn. Skólagangan fæst ekki fyrir ekkert. Alt sem til hennar er kostaS, er útlagt fé, sem aS réttu lagi á aS borgast kennurunum aftur. Hve mikiS fé hefur sá lagt fram, sem tekiS hefur próf í kennaraskólanum ? ÞaS má gera ráS fyrir aS þaS verSi um 2000 kr. Eru þá nokkurar líkur til aS hann láti sér nægja hálft vinnumannskaup aS afloknu námi? Enn er aS visu svo, aS þeir sem litlu eSa engu hafa kostaS til mentunar sér^ geta komist aS barnakenslu; en sá tími er aS líSa til enda. Og innan skamms dettur engum i hug aS falast eftir ómentuSum mönnum til þeirra verka. Þess verSur, meira aS segja, ekki langt aS biSa, aS öSrum eni sérmentuSum kenn- urum frá kennaraskólanum verSi b a n n a 8 aS kenna í opin- berum barnaskólum. Til allrar hamingju er aSsóknin aS kennaraskólanum sæmi- lega mikil, svo aS þeim mönnum og konum fjölgar, sem hæfir eru til starfsins. Þeir þurfa aS skipa sér í þéttar fylkingar til þess aS berjast fyrir bættum hag kennarastéttarinnar. AuS- vitaS verSur þeim lagt þaS til lasts. Skammsýnir og hugsunar- litlir menn munu veita þeim hart viSnám og telja sjálfum sér og öSrum trú um aS kennarastéttin sé aS berjast fyrir eigin hagsmunum eingöngu. En þaS lætur kennarastéttin, sem veit hvaS hún vill, ekki á sig fá. Hún veit aS um leiS og hún berst fyrir bættum hag sínum, berst hún fyrir heillum og hagsmun- um alls landsins. Kennaramir v e r 8 a aS hefja þessa baráttu og sækja fast fram þangaS til sigur fæst aS einhverju leyti. ASrir gera þaS ekki. AnnarstaSar í heiminum hefur til skamms tíma veriS fariS illa meS kennarastéttina; en hún hefur sjálf hafiS sig til vegs og virSingar; þaS hefur kostaS mikla vinnu, harSa baráttu. Nú er sífelt veriS aS bæta hag kennara á NorSur- löndum; bráSum berst sú alda aS ströndum íslands. AnnaShvort hafa menn ekki vit á aS sjá aS bætt barna- uppeldi skifti neinu verulegu fyrir land og þjóS, og vilja þá engu til þess kosta, sem þeir telja einskisvirSi, e S a menn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.