Skólablaðið - 01.12.1916, Blaðsíða 10
i86
SKÓLABLAÐIÐ
eins góSu lífi og sæmilega stæSir kaupstaSaborgarar. Fjöl-
skyldan er: húsbændurnir, 2 börn 9—10 ára gömul og 1 vinnu-
stúlka, og þetta telst honum til aS hún þurfi:
Til matar ........
Kaup stúlkunnar
Húsaleiga ........
Ljós og skattgjald
EldiviSur ........
Lífsábyrgðargjald
156,00 kr. á mánuði.
20.00 — - —
50.00-----—
48.00 — - —
15.00---------—
15:00-----—
Þetta verða samtals .................. 304.00 kr. á mánuði,
eða ..................................... 3648.00 kr. á ári.
Til alls fatnaðar ........................ 600.00 — - —
Blöð og bækur ........................... 50.00 — - —
Vegna sjúkdóma og til mentunar börnunum 200.00 — - —
Samtals .... 4500.00 kr. á ári.
En þessi upphæð er 500 kr. hærri en kennararnir að líkind-
um þora að fara fram á sem hámarkslaun — af ótta við það,
að stjórnin vilji þá ekki ljá frumvarpinu fylgi sitt. Hlaupi ný
launalög af stokkunum i Danmörku, verður hámark kaupstaða-
kennaranna eflaust eitthvað nálægt 4000 kr; nú er það 3000 kr.
Kennarar við mentaskólana (adjunktarnir) eru betur settir.
Hámark launa þeirra var í vor 4000 kr.; en þá var það sakir
dýrtíðar hækkað upp í 4800 kr., og þá líklega hlutfallslega
önnur embættismannalaun.
Þetta er nú alt saman nógu fróðlegt til íhugunar og saman-
burðar við ýmislegt hér heima, ekki einungis laun alþýðu-
kennaranna heldur og laun embættismannanna og þær breyt-
ingar, sem milliþinga-launanefndin stingur upp á. Enginn réttur
mælikvarði er til fyrir því, hver embættislaunin eiga að vera
annar en sá hvað kostar að lifa sómasamlega og stét't og
stöðu embættismannsins samboðið þar sem hann á heima. Þá
upphæð er skylt að veita hvort sem hún er há eða lág, og er
sama hvort í hlut á konunglegur embættismaður eða barna-
kennari.