Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 4
52
SKÓLAB LAÐIÐ
hinir mestu spekingar mannkynsins. Jeg fyrir mitt leyti er
sannfæröur um, aö sannleikurinn liggur nær þeirra skoðun
heldur en hinna. Þaö eru vitanlega til einstöku yfirburöa hæfi-
leikar, sem sýnast hafa getaö sprengt alla fjötra og tálmanir,
sem ilt og ónýtt uppeldi hefir lagt i veg fyrir þá, og vitanlega
eru líka til aumingjar, t. d. vitfirringar, sem ekki er unt með
neinu uppeldi að gera menn úr. — En um allan almenning get-
ur uppeldiö ráöiö mestu. Þaö verður seint ofsögum af því sagt,
hversu mikið getur orðiö úr litlu efni og hve lítið aftur úr
miklu efni, eftir því, hvernig meö þaö er farið. Gáfurnar stoða
ekki mikið, ef þær eru illa notaöar. Sterkur vilji getur orðið
skaðræði, ef honum er snúið í ranga átt. Jafnvel gott hjarta
verður auðveldlega falsað, flækt og spilt, ef það lendir i ill-
um solli. — Þegar jeg tala þar um uppeldi, á jeg ekki einungis
við það uppeldi, sem börnin fá í bernsku og þeim er ósjálfrátt,
heldur einnig um það uppeldi, sem hver maður veitir sjer síðan
sjálfur, hvernig hann venur sig, temur tilfinningar sínar og
vilja sjálfkrafa á fullorðinsárunum. Einstöku menn virðast hafa
sýnt, aö það er næstum takmarkalaust vald, sem mönnum þar
er gefið, og því hönnulegra er, hvað því er alment litið sint.
Þaö er eins og mörgum sje tamara, að hallast aö fyrri skoð-
uninni, sem jeg nefndi, og kasta sökinni upp á guð og forlögin,
og segjast verða að vera eins og maður sje gerður. Það er kann-
ske náðugra í svipinn að afsaka sig meö því, en til frambúðar
mun það engum reynast holt, að fljóta þannig „sofandi að feigð-
arósi“.
En hvað er að tala um þetta í sambandi við barnauppeldi og
skóla og jafnvel lestrarkunnáttu ? Jú, uppeldið, sem barnið fær
í æsku, er lika í þessu tilliti undirstaða undir sjálfsuppeldinu
á eftir. Það er þar ósegjanlega mikið komið undir hvernig undir-
staðan er lögð í bernskunni, hvernig hugsunarhátturinn mótast,
í hvaða átt viljinn snýst, hverja æfingu tilfinningarnar fá í því
að stilla sig og afneita sjer, ef svo ber undir. Um þetta ræður
heimilisbragurinn svo afarmiklu. Þar er hver fullorðinn maður,