Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ
59
ekki að standa hugsjón Helga í vegi, og aS þaS hlýSir illa, aö
byrja fullveldisbúskapinn á því, aö tala utan að gjöfum, þótt
viö bræöraþjóö sje. — Þaö er kurteisi, aö taka þvi vel, sem
gefiö er af góöum hug, en vandinn er meiri aö þiggja en veita.
En þaö er vel, aö vjer frændur eigum sem mest andleg kynni
saman og skiftumst þar gjöfum á, og í þeim efnum er vonandi
aö vjer þurfum ekki aö gerast ölmusumenn um sinn.
Ritstj.
B æ k u r.
Kvœði og leikir handa börnum. Safnað hefir Halldóra
Bjarnadóttir. J. W. Cappelen. Kristjaníu 1917.
Þaö er vandi aö tína saman í slíkt safn og þetta, sjerstak-
lega kvæöin. Nokkuð ööru máli er að gegna meö leikina. Rjett
er þaö, sem safnandi segir, aö börnum „þykir ekki ætíð gam-
an aö því, sem viö viljum, aö þau hafi gaman af.“
Nú ættu börnin helst að hafa i senn, gagn og gaman
af því, sem ritað er fyrir þau, og þeim ætla.ö aö læra og lesa.
Og æföur kennari fer nærri um, hvaö berandi er á borö fyrir
börn á mismunandi aldri.
Nú er H. B. æföur kennari. og hún hefir nokkura reynslu
fengiö á því, hvernig börnum geöjist þetta kver.
Átti hún kost á aö reyna það í skóla sínum, meðan hún var
að safna. Vafalaust hafa börn gaman af mörgu í kverinu og
gagn af sumu. Leikirnir eru ungum börnum kærkomnir.
Ýmislegt má segja um söfnun kvæðanna. Eitt kemur oss
öllum saman um, og það er, að gott mál þurfi aö vera á kvæö-
um þeirn, sem börnum er ætlað að læra utan bókar. Ilt er að
kenna þeim orö i ljóði, sem strika verður út úr ritgerðinni
þeirra.