Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 6
54
SKÓLABLAÐIÐ
breytast til batnaðar fyrir aukin stjórnmálarjettindi. Mjer finst
þetta samband milli skólahúss og kvenf jelags benda einmitt svo
glögt í þessa átt, sem jeg hefi verið aS tala um, samvinnu gó'ða
og alúSlega milli skólans ykkar og heimilanna. Jeg vona, a‘8
allar þær lconur, er aö fjelagsskapnum standa, hafi meira og
minna af hug og hjarta GeirþrúSar, sem jeg áSan gat um. Og
Geir])rúSar-hugurinn getur aldrei látib sjer neitt óviSlíomandi,
sem snertir gæfu og velgengni barna. Jeg er búinn aS gleyma
sögu, sem jeg kunni einu sinni, af þremur bræðrum: Þegar þeir
fóru út í heiminn, fengu þeir sína heimanfylgjuna hver. Jeg
man ekki glögt hva'ð þeir eldri fengu. Mig minnir að öörum
ætti aldrei að verða fjefátt, en hinum aldrei aflfátt, — en jeg
man hvað sá yngsti fjekk. Hann átti a'S hafa elsku allra kvenna.
Og honum varð áreiðanlega drjúgast úr sínu. Hann eignaðist
upp úr því bæði kóngsdóttur og kóngsríki og öll heimsins gæði
og varð hvorki fjefátt nje aflfátt til neins, sem hann vildi. Og
jeg hefi nú það traust á kvenfólkinu, að ef skólinn ykkar nýtur
nægrar ástar og umhyggju allra kvenna sveitarinnar, þá sje
honum vel borgið, og muni þá ekki heldur skorta fje nje ann-
að, til þess að geta orðið til blessunar börnunum ykkar og sveit-
inni, og meira að segja öðrum líka út í frá, eins og heimilið
hennar Geirþrúðar. Með þeirri ósk til hans og ykkar lýk jeg
svo máli minu.
Draumurinn hans Helga Valtýssonar.
I „Háskólablaðinu" norska, 31. jan. þ. á., stendur grein
eftir Helga Valtýsson, sem flestir lesendur þessa blaðs
munu kannast við, og þykir mjer rjett, aö flytja þeim aöalefni
greinarinnar.
Hann hefur svona máls:
Varla getur l>að land 4 jörðinni, þar scin lýðháskólinn ætti að vera
eins sjálfgefinn og sjálfsagður eins og á íslandi. Sögugrundvöllurinn