Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 14
62
SKÓLABLAÐIÐ
„Til þess að tryggja þann rjettláta málstaö," hefir fagur-
yröum um mannúð og rjettlæti verið beitt í þessum ófriði, engu
ósleitilegar en sprengikúlum og byssufleinum. Og orð og for-
tölur hafa reynst skæðari og úrslitameiri en allar aðrar dráps-
vjelar. Herörin var í orði kveðnu upp skorin gegn herveldi
fárra manna; það var ekki verið að berjast gegn „þjóðinni“
þýsku; henni átti að sýna sanngirni og drenglund, ef hún vildi
gæta skynseminnar. Þjóðin varpaði af sjer hervaldinu og lagði
alt sitt mál undir drengskap sigurvegaranna. Mörgum mánuð-
um síðar gerast þau tíðindi, að þessi ræða er flutt, að sjálfu
Lögbergi þeirrar þjóðar, sem nú ræður flestum kjörum jarðar-
byggja, alt frá helgilundum Indverja, að gasstöðinni við Rauð-
ará.
Skáld.
Það er sagt, að í einum bekk Mentaskólans sjeu nú 14 skáld
— og þó mörg í hverjum hinna. Það er og hvorttveggja, að
mikið er um kveðskapinn meðal hinna upprennandi menta-
manna. En færi þar önnur menning eftir skáldskapnum, svona
yfirleitt, þá er það alvarlegt hiál.
En „alt er hirt og alt er birt“; blöðunum hjer ætlar aldrei
að verða nóg boðið. Og þau eru örlát sum á skáldnafnið;
því rignir yfir rjettláta og rangláta.
Það er nú gott og blessað, að sem flestir af þeim, sem annars
yrkja, gætu heitið skáld. En þá er hitt, hvað við ættum að kalla
þá Jónas og Hallgrím.
Þrengingar.
„Þú mintist um daginn á þrengingar þínar,
sem þyrftirðu heilræða ljóðs;
mjer skildist þú kalsa við skáldgáfur mínar ...
(Lögr. 19. mars 1919).
Þessar upphafslínur eru auðkennilegt dæmi þess, hvernig
Stephan G. Stephansson tekur stundum saman hendingar, eink-